<$BlogRSDURL$>

maí 02, 2003

Nú er kominn vetur !! Síðdegis á miðvikudag byrjaði að snjóa og hér ar alhvít jörð, hálka á vegum og allt í frekar vetrarlegu ástandi. Ég heyrði Þröst Eysteinsson hjá Skógrækt ríkisins segja í morgun að þetta sé sambærilegt við þessi hret sem oft hafa komið í lok maí eða byrjun júní, og þegar ég hugsa til baka til síðustu ára er þetta alveg rétt, í fyrra á kjördag var alhvít jörð ! Við erum kannski 3 vikum á undan í ár og sumarið verði komið á fullt um miðjan maí í stað miðs júní, það væri betur !

1. maí var í gær og þar sem ég var heima við og með útvarpið opið heyrði ég margt skemmtilegt rifjað upp frá fyrri tíð. Óborganlegar setningar eins og "Gamall maður sagði mér að vaðstígvélin hefðu verið mesta kjarabótin " og " Það verður að hækka lægstu laun til þess að það sé hægt að hækka atvinnuleysisbæturnar." Hvað er þarna verið að segja !! Er tilgangurinn sá að hækka atvinnuleysisbæturnar ?


This page is powered by Blogger. Isn't yours?