<$BlogRSDURL$>

júlí 30, 2004

Pabbi á afmæli í dag... 

og Þórhallur frændi minn líka. Til hamingju báðir tveir !! Þeir eru samtals um 150 ára gamlir karlarnir, eru báðir staddir á Kirkjumelnum og skemmta sér örugglega vel. Við vorum einmitt að ræða það um daginn við pabbi, hvað það væri ónærgætið af fólki að eignast börn á þessum tíma árs, svo óhentugt upp á veisluhöld og síðari tíma afmæli.
Á morgun er brúðkaup - Hálfdan frændi minn er að fara að giftast Erlu sinni. Verður örugglega gaman. Verst að ég skuli endilega vera svona í bakinu.
Nágrannar okkar og vinir hérna neðar í götunni eru að pakka saman búslóðinni og flytja á mölina í Reykjavík. Verður leiðinlegt að missa þau í burtu. Bóndinn og björninn eru að hjálpa þeim að bera dót út í flutningabíl en ég ligg bara hér heima í mínum aumingjaskap og get ekki einu sinni hjálpað til.
FÚLT !!

júlí 29, 2004

Rigningarfýla, bakið í klessu - þarf að fara norður á Akureyri í myndatöku eftir helgi, er að fara í brúðkaup frænda míns á laugardaginn og á ekkert til að fara í.  Ljósi punkturinn er að við erum farin að taka upp kartöfllur í matinn - svona af og til.  Og það er ekkert sem jafnast á við nýuppteknar, íslenskar kartöflur, með smjöri og salti.


júlí 28, 2004

Enn af bílastæði 

Myndatökumaður og fréttamaður frá RÚV voru hér áðan að taka myndir af bílastæðinu og spjalla við bóndann um hugmyndina.  Hvenær fréttin verður sýnd, veit ég ekki.  Fer eftir hversu mikil gúrkutíð er á fréttastofunni.
Annað sem ég hef áhyggjur af er aksturslag manna hér í skóginum.  Það er brunað á fullri ferð gegnum skóginn, þar sem fullt er af ferðafólki á öllum aldri, gangandi, hjólandi og akandi.  Ef ekkert verður að gert, endar þetta með stórslysi. 

júlí 27, 2004

Mjallhvít er orðin amma ! 

Í nótt fæddist á Akureyri stúlka sem á heimili sitt á Víðivöllum í Fljótsdal.Stærðar stelpa og allt gekk ljómandi vel. 
Mjallhvít er sem sagt orðin amma !!

Til hamingju, Erlingur og Inga.

júlí 25, 2004

Bílastæðið tilbúið ! 

Þá erum við loksins farin að leggja bílunum okkar á margumrætt bílaplan.  Það var gert við hátíðlega athöfn í kvöld.  Auðvitað var það skjalfest og ljósmyndað eins og annað sem þessari tilraun tengist.  Bendi ykkur á vefinn www.hallormsstadur.is þar sem er að finna tengingu inn á síðuna, þar sem verkinu eru gerð skil.
Ég er farin að geta borðað sitjandi, en ekkert yrði af neinni tölvuvinnu af minni hálfu ef ég hefði ekki mína ágætu fartölvu.  Bakið er að lagast, en sennilega rétt að vera ekkert að reyna of mikið á það svona fyrst um sinn.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?