ágúst 07, 2004
Kaupfélagsstjórar
Í morgun, þar sem ég var á náttsloppnum frammi í eldhúsi að drekka fyrsta kaffibollann, kom rúta í hlaðið hjá mér. Í henni voru kaupfélagsstjórar Íslands á skemmtiferð og höfðu óskað eftir því við bílstjórann að fá að sjá lerkibílastæðið. Þar sem bílstjórinn þekkir okkur og er bara svona sannur sveitamaður, kom hann bara með hópinn án þess að vera nokkuð að tala við okkur fyrst.
En, miðað við fjöldann sem kom út úr rútunni eru kaupfélagsstjórar deyjandi stétt.
En, miðað við fjöldann sem kom út úr rútunni eru kaupfélagsstjórar deyjandi stétt.
ágúst 06, 2004
Húsgögn, flutningar og heimsóknir
Það eru umbrot og breytingar allt í kringum mig þessa dagana. Fólk að flytja burtu og fólk að flytja heim aftur eftir nokkurra ára fjarveru. Ég held ég verði í nokkurn tíma að átta mig á þessu öllu saman.
Húsgögnin sem við keyptum á Akureyri eru að tínast hingað austur. Stólarnir komnir en borðstofuborð og skenkur koma trúlega á mánudaginn. Við erum svo heppin að Bjössi mágur er á ferðinni hér á milli reglulega og tekur þetta með sér eftir því sem pláss leyfir hverju sinni. Við sleppum a.m.k. við að taka upp japanska borðsiði.
Hildigunnur kom í skóginn í gær og fékk sinn margumtalaða göngutúr um skóginn. Vona að hún hafi ekki haft neitt illt af því. Mér fannst þetta bara skemmtilegt. Nú er Nanna næst, enda hefur hún aldrei á Austurland komið, sem er auðvitað skandall !! Er ekki rétt að fara að planleggja ferð saumaklúbbsins austur á land ??
Húsgögnin sem við keyptum á Akureyri eru að tínast hingað austur. Stólarnir komnir en borðstofuborð og skenkur koma trúlega á mánudaginn. Við erum svo heppin að Bjössi mágur er á ferðinni hér á milli reglulega og tekur þetta með sér eftir því sem pláss leyfir hverju sinni. Við sleppum a.m.k. við að taka upp japanska borðsiði.
Hildigunnur kom í skóginn í gær og fékk sinn margumtalaða göngutúr um skóginn. Vona að hún hafi ekki haft neitt illt af því. Mér fannst þetta bara skemmtilegt. Nú er Nanna næst, enda hefur hún aldrei á Austurland komið, sem er auðvitað skandall !! Er ekki rétt að fara að planleggja ferð saumaklúbbsins austur á land ??
ágúst 04, 2004
Alltaf gott veður á Akureyri !
Veðrið á Akureyri var of gott til að vera satt og líka of gott til að eyða deginum eins og ég þó gerði; myndatökur á FSA, kaffi hjá Bjössa mági, leitað að húsgögnum til kaups og þau keypt.
Að því búnu fórum við á kínverska staðinn rétt hjá Kaffi Akureyri og fengum okkur sjávarrétti og lögðum síðan af stað austur.
Komum við í Vaglaskógi og drukkum kaffi hjá frú Margréti, á Fosshóli þar sem bóndinn keypti alls konar skógarmannadót fyrir morð fjár og svo var ekið í einum rykk í Hallormsstað.
Fátt óvenjulegt bar fyrir augu á þeirri leið nema hvað að á brúnni yfir Jökulsá á Dal mættum við tófu ! Hún virtist vera að flýta sér yfir í Jökulsárhlíð og vildi ekkert við okkur tala.
Að því búnu fórum við á kínverska staðinn rétt hjá Kaffi Akureyri og fengum okkur sjávarrétti og lögðum síðan af stað austur.
Komum við í Vaglaskógi og drukkum kaffi hjá frú Margréti, á Fosshóli þar sem bóndinn keypti alls konar skógarmannadót fyrir morð fjár og svo var ekið í einum rykk í Hallormsstað.
Fátt óvenjulegt bar fyrir augu á þeirri leið nema hvað að á brúnni yfir Jökulsá á Dal mættum við tófu ! Hún virtist vera að flýta sér yfir í Jökulsárhlíð og vildi ekkert við okkur tala.
ágúst 02, 2004
Frídagur verslunarmanna
Helgin varð skrýtin !
Brúðkaup frænda míns fór fram á laugardaginn og var að vonum skemmtilegt. Frændgarðurinn fjölmennti og það sást vel hvað svipmótið er sterkt á þessari fjölskyldu. Þessi þrjú, björninn og dætur bræðra minna, eru dæmi um það.
Undir miðnættið fréttum við lát vinar okkar og af þeim fregnum hefur helgin litast síðan. Verður trúlega fátt um blogg næstu daga.
Brúðkaup frænda míns fór fram á laugardaginn og var að vonum skemmtilegt. Frændgarðurinn fjölmennti og það sást vel hvað svipmótið er sterkt á þessari fjölskyldu. Þessi þrjú, björninn og dætur bræðra minna, eru dæmi um það.
Undir miðnættið fréttum við lát vinar okkar og af þeim fregnum hefur helgin litast síðan. Verður trúlega fátt um blogg næstu daga.