júlí 17, 2003
Frumburðurinn er kominn í sumarfrí - part one. Og hvert haldið þið að förinni sé heitið ? Til Færeyja !!! Á einhverja tónlistarhátíð sem enginn virðist hafa heyrt nefnda nema hann. Hún er haldin í GÖTU (veit samt ekki hvort Þrándur verður þarna).
Ég þarf að skutla honum á Seyðisfjörð í fyrramálið og svo skal siglt með Norrönu til Færeyja. Við erum búin að vera að skemmta okkur yfir fyrirsögnum á færeyskum fréttasíðum undanfarna daga. Þar er t.d. vitnað í danska verjumálaráðherrann og jafnvel svona fréttir verða fyndnar:
"Ein amerikanskur hermaður doyði av einari bumbuspreinging".
Og af því ég var að hlusta á hana Maríu sem hefur með nafngiftir sameinaðs sveitarfélags Stöðvarfjarðarhrepps og Búðahrepps að gera
og að það er staðreynd að lítill sveitahreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, er ekki með í dæminu og klýfur nýtt sveitarfélag í herðar niður, ætti þá ekki sveitarfélagið að vera réttnefnt KLOFIÐ" ???
Ég þarf að skutla honum á Seyðisfjörð í fyrramálið og svo skal siglt með Norrönu til Færeyja. Við erum búin að vera að skemmta okkur yfir fyrirsögnum á færeyskum fréttasíðum undanfarna daga. Þar er t.d. vitnað í danska verjumálaráðherrann og jafnvel svona fréttir verða fyndnar:
"Ein amerikanskur hermaður doyði av einari bumbuspreinging".
Og af því ég var að hlusta á hana Maríu sem hefur með nafngiftir sameinaðs sveitarfélags Stöðvarfjarðarhrepps og Búðahrepps að gera
og að það er staðreynd að lítill sveitahreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, er ekki með í dæminu og klýfur nýtt sveitarfélag í herðar niður, ætti þá ekki sveitarfélagið að vera réttnefnt KLOFIÐ" ???
júlí 15, 2003
Veðrið er búið að vera frábært í dag. Verst að ég skyldi missa af því. Var kölluð til vinnu um miðjan dag í gær og aftur í dag. Var ekki búin fyrr en síðdegis og þá var mesti hitinn afstaðinn. En það spáir góðu og ég ætla að vera heima í garðinum mínum - besta stað í heimi þegar sólin skín !!
júlí 14, 2003
Húsið mitt er í endanum á götunni og af því allflestir Íslendingar skoða landið sitt út um bílgluggann, koma allmargir bílar og snúa í hlaðinu hjá mér á hverjum degi yfir sumarmánuðina. Sumir eru með fellihýsi eða tjaldvagna í eftirdragi, kunna kannski ekki að bakka með slík viðhengi og verða að finna sér stað þar sem hægt er að ná hringnum án þess að bakka.
Áðan sá ég einn slíkan út um gluggann og hugsaði með mér: ISS, þessi kann greinilega ekki að bakka með fellihýsið - en sá svo að þarna voru á ferð kunningjar okkar hjóna og komu færandi hendi.
Koníaksflaska - bara af því við redduðum þeim og ferðafélögum þeirra stað til að sofa á og fórum með þeim í skógargöngu daginn eftir. Ég er hætt að nöldra yfir fólki sem snýr í hlaðinu hjá mér. Ef einn af hverjum 1000 kemur með koníaksflösku er öllum hinum fyrirgefið.
Áðan sá ég einn slíkan út um gluggann og hugsaði með mér: ISS, þessi kann greinilega ekki að bakka með fellihýsið - en sá svo að þarna voru á ferð kunningjar okkar hjóna og komu færandi hendi.
Koníaksflaska - bara af því við redduðum þeim og ferðafélögum þeirra stað til að sofa á og fórum með þeim í skógargöngu daginn eftir. Ég er hætt að nöldra yfir fólki sem snýr í hlaðinu hjá mér. Ef einn af hverjum 1000 kemur með koníaksflösku er öllum hinum fyrirgefið.
júlí 13, 2003
Þá er helgin að verða búin - og þó fátt hafi verið planlagt fyrir helgi var ýmislegt gert. Á föstudagsmorgun var ákveðið að grilla í Víðivallaskógi - svona fjölskyldupartý með tilheyrandi Crockett-spili og skemmtilegheitum. Ég fór með nöfnu mína á Norðfjörð og var komin heim rétt mátulega til að fara upp í Víðivallaskóg í áðurnefnt grill. Þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera betra, var þetta bara skemmtilegt
Veðrið breytttist svo til batnaðar strax á laugardag - sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum - það hefði skv. því átt að vera rok og rigning. Við skruppum á hátiðina þar sem bóndinn þurfti að taka þátt í Boccia keppni. Um kvöldið lentum við svo í smáleiðangri með ágætum jarðfræðingi sem er að reyna að kortleggja jarðfræði svæðisins sem Hallormsstaðaskógur og nágrenni nær yfir. Hann var búinn að finna svo margar gerðir af steintegundum, innskotum og berggöngum að hann trúði okkur eiginlega ekki þegar við sögðumst geta sýnt honum stað í skóginum þar sem væru baggalútar (öðru nafni hreðjasteinar). Þess vegna var ekki um annað að gera en fara með manninn á svæðið og sýna honum það.
Í dag hefur tíminn að mestu farið í framkvæmdir við pallinn og kofann - allt tekur þetta sinn tíma og er gaman að dunda í þessu þegar veðrið er svona gott.
Veðrið breytttist svo til batnaðar strax á laugardag - sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum - það hefði skv. því átt að vera rok og rigning. Við skruppum á hátiðina þar sem bóndinn þurfti að taka þátt í Boccia keppni. Um kvöldið lentum við svo í smáleiðangri með ágætum jarðfræðingi sem er að reyna að kortleggja jarðfræði svæðisins sem Hallormsstaðaskógur og nágrenni nær yfir. Hann var búinn að finna svo margar gerðir af steintegundum, innskotum og berggöngum að hann trúði okkur eiginlega ekki þegar við sögðumst geta sýnt honum stað í skóginum þar sem væru baggalútar (öðru nafni hreðjasteinar). Þess vegna var ekki um annað að gera en fara með manninn á svæðið og sýna honum það.
Í dag hefur tíminn að mestu farið í framkvæmdir við pallinn og kofann - allt tekur þetta sinn tíma og er gaman að dunda í þessu þegar veðrið er svona gott.