júlí 04, 2003
Það rignir ennþá, ekki nokkur leið að reyna að slá garðinn í þessu veðri. Mikið er ég heppin þar.
Á morgun erum við öll að fara í brúðkaup bróðurdóttur minnar á Norðfirði. Brúðkaupið á að halda í garðinum hjá pabba og mömmu ef veður leyfir, en miðað við daginn í dag er útlitið ekki gott. Þá verður brúðkaupið bara haldið innan dyra í staðinn. Plássið er nóg í þessu ágæta húsi . Þarna var til skamms tíma barnaskóli og faðir minn var þar skólastjóri. Núna er húsið notað sem samkomuhús, leigt út undir ættarmót og alls konar veislur og pabbi gamli er húsvörður. Semsagt: Æskustöðvarnar
Á morgun erum við öll að fara í brúðkaup bróðurdóttur minnar á Norðfirði. Brúðkaupið á að halda í garðinum hjá pabba og mömmu ef veður leyfir, en miðað við daginn í dag er útlitið ekki gott. Þá verður brúðkaupið bara haldið innan dyra í staðinn. Plássið er nóg í þessu ágæta húsi . Þarna var til skamms tíma barnaskóli og faðir minn var þar skólastjóri. Núna er húsið notað sem samkomuhús, leigt út undir ættarmót og alls konar veislur og pabbi gamli er húsvörður. Semsagt: Æskustöðvarnar
júlí 02, 2003
Það er fátt leiðinlegra en að eiga frí og eyða því í veikindi og aumingjaskap. Ég hef ekki viljað viðurkenna staðreyndir, fyrr en í morgun, eftir svefnlausa nótt vegna hósta og andþrengsla. Dreif mig til læknis og fékk auðvitað úrskurð um bronkítis og tilheyrandi fúkkalyf fylgdu með. Vonandi að þetta virki fljótt og vel svo ég geti farið að fara í þessa fjallgöngu.
Annars er hlé á framkvæmdum vegna annarra verkefna bóndans og veikinda minna. En það kemur alltaf meiri tími .......
Annars er hlé á framkvæmdum vegna annarra verkefna bóndans og veikinda minna. En það kemur alltaf meiri tími .......
júní 30, 2003
Mánudagsblogg
Hvað er hægt að segja eftir svona helgi: Veðrið var alveg frábært - 20-25 stiga hiti, sólskin og blíða bæði laugardag og sunnudag. Ekkert sérstakt á döfinni, bara verið að byggja kofa, sleikja sólskinið og fara í stutta göngutúra. Hitinn var of mikill til að leggja í langferðir. Það var líka of heitt til að grilla, bara tilhugsunin var of heit.
En nú er kominn mánudagur. Ég er í fríi en synirnir og bóndinn komnir í vinnu aftur. Sólskinið er af skornum skammti í dag, hitastigið samt um 18 gráður þannig að nú er lag að fara í fjallgöngu. Tek ákvörðun eftir hádegið hvort ég nenni.
En nú er kominn mánudagur. Ég er í fríi en synirnir og bóndinn komnir í vinnu aftur. Sólskinið er af skornum skammti í dag, hitastigið samt um 18 gráður þannig að nú er lag að fara í fjallgöngu. Tek ákvörðun eftir hádegið hvort ég nenni.