<$BlogRSDURL$>

júní 19, 2003

Ja, ja, så er vi hjemme igen - en uge i Danmark - det var jo dejligt !

Hvað skyldi meðal-daninn segja "dejligt" oft á dag ! Maður spyr sig !

En er sem sagt komin heim eftir góða ferð. Danir eru miklir matmenn og í þessari ferð var ég að smakka ýmsa rétti sem ég hef ekki borðað áður. Grillaðar perluhænsnabringur t.d., mjög góðar. Og svo lenti ég á stað sem heitir Spisehuset og var í þröngu porti í gamla hverfinu fyrir neðan Nytorv, þvottur á snúrum yfir hausnum á manni og all sérstakt umhverfi. Pasta með laxi dill, og sítrónusósu sem ég fékk mér þar var líka mjög gott.
Að vera í Köben á 17. júní kallar líka á sérstakar hefðir, frokost í Hviids vinstue (öl og smörrebröd) með tilheyrandi rölti um Nyhavn á eftir, að ógleymdri heimsókn í Jónshús.

Núna er ég komin heim, búin að fljúga í dag frá Kastrup til Akureyrar með Grönlandsfly og keyra austur beint af flugvellinum. Það er ýmislegt hægt að gera þegar maður fær svona tvo aukaklukkutíma í sólarhringinn.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?