júlí 20, 2005
Uppstytta
Það er hætt að rigna og spáir ágætis veðri næstu daga. Ég verð að standa mig í að mæta snemma í vinnuna svo ég geti farið snemma heim og náð einhverju af góða veðrinu í skógargöngur og aðra útiveru.
Svo þarf ég líka endilega að fara að skreppa upp í Skriðuklaustur og skoða uppgröftinn hjá þeim þar. Ekki nóg með að það sé verið að grafa upp klausturrústirnar og finna þar ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt, heldur er verið að skrifa nýjan kafla í sögu Íslendinga, nefnilega að klaustrin voru ekki bara menningarsetur, heldur voru þau líka sjúkrahús, heilsugæsla, munaðarleysingjahæli, flóttamannabúðir og sambýli fyrir fatlaða. þetta fólk var bara ekki talið þess virði að nefna í fyrri söguskrifum.
Ætli það sé tilviljun ein að Jón Hrak er grafinn á Skriðuklaustri ?
Svo þarf ég líka endilega að fara að skreppa upp í Skriðuklaustur og skoða uppgröftinn hjá þeim þar. Ekki nóg með að það sé verið að grafa upp klausturrústirnar og finna þar ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt, heldur er verið að skrifa nýjan kafla í sögu Íslendinga, nefnilega að klaustrin voru ekki bara menningarsetur, heldur voru þau líka sjúkrahús, heilsugæsla, munaðarleysingjahæli, flóttamannabúðir og sambýli fyrir fatlaða. þetta fólk var bara ekki talið þess virði að nefna í fyrri söguskrifum.
Ætli það sé tilviljun ein að Jón Hrak er grafinn á Skriðuklaustri ?
júlí 19, 2005
Enn rignir
Enn rignir, en það er allt í lagi. Ég er hvort eð er að vinna inni.
Ég fór með tilvonandi tengdadóttur mína, Eyjastúlkuna Halldóru, á flugvöllinn í morgun. Hún er búin að fá nóg af hótelvinnunni í bili, enda launin í engu samræmi við gefin fyrirheit. Björninn lýsti því svo yfir í gær að hann færi sennilega í vinnubúðir á Reyðarfirði eftir næstu helgi, þannig að þá verðum við bóndi minn orðin ein eftir í kotinu.
Hjálmar mágur minn hringdi í mig í gærkvöldi og bauð til teitis á laugardag. Hljómar bara vel og vonandi kemur ekkert í veg fyrir að við komumst þangað. Langt síðan stórfjölskyldan hefur komið saman, tími til kominn.
Og loks skilaboð til frumburðarins: Þegar maður er í útlöndum og fer á netið er skylda að kvitta á bloggsíðu mömmu sinnar !
Ég fór með tilvonandi tengdadóttur mína, Eyjastúlkuna Halldóru, á flugvöllinn í morgun. Hún er búin að fá nóg af hótelvinnunni í bili, enda launin í engu samræmi við gefin fyrirheit. Björninn lýsti því svo yfir í gær að hann færi sennilega í vinnubúðir á Reyðarfirði eftir næstu helgi, þannig að þá verðum við bóndi minn orðin ein eftir í kotinu.
Hjálmar mágur minn hringdi í mig í gærkvöldi og bauð til teitis á laugardag. Hljómar bara vel og vonandi kemur ekkert í veg fyrir að við komumst þangað. Langt síðan stórfjölskyldan hefur komið saman, tími til kominn.
Og loks skilaboð til frumburðarins: Þegar maður er í útlöndum og fer á netið er skylda að kvitta á bloggsíðu mömmu sinnar !
júlí 18, 2005
Allir að fara eða koma
Frumburðurinn fór með beinu flugi frá Egilsstöðum til Kaupmannahafnar í morgun. Þar með er hann farinn í 2ja vikna flakk um Danmörku og Noreg.
Vinir okkar, Jón, Kristín og Gunnar, sem dvalið hafa í húsi í nágrenni við okkur undanfarinn mánuð, yfirgáfu svæðið um hádegisbil í dag. Auðu síðunum í gestabókinni hefur fækkað töluvert á þeim tíma og svo eignaðist ég líka 4 litlar myndir eftir Jón, Ferðamenn I-IV.
Eyjastúlkan fer á morgun til Eyja og við gömlu hjúin og björninn sitjum eftir, á kafi í vinnu.
Þar að auki er farið að rigna. Eftir rúmar þrjár vikur förum við gömlu hjúin svo til Þýskalands í 2 vikur. Tilhlökkunarefni nr. 1 þessa dagana.
Vinir okkar, Jón, Kristín og Gunnar, sem dvalið hafa í húsi í nágrenni við okkur undanfarinn mánuð, yfirgáfu svæðið um hádegisbil í dag. Auðu síðunum í gestabókinni hefur fækkað töluvert á þeim tíma og svo eignaðist ég líka 4 litlar myndir eftir Jón, Ferðamenn I-IV.
Eyjastúlkan fer á morgun til Eyja og við gömlu hjúin og björninn sitjum eftir, á kafi í vinnu.
Þar að auki er farið að rigna. Eftir rúmar þrjár vikur förum við gömlu hjúin svo til Þýskalands í 2 vikur. Tilhlökkunarefni nr. 1 þessa dagana.