janúar 14, 2006
30 ára skjálfti
Fyrir þrjátíu árum var ég í sögutíma hjá Aðalsteini Sigurðssyni - í stofu á efri hæð gamla Menntaskólans á Akureyri, minnir að hún hafi verið kölluð Suur-salur. Þeir sem verið hafa í sögutíma hjá Aðalsteini, vita að honum var illa við að vera truflaður í kennslu. Reyndar fór kennslan þannig fram að hann þuldi námsefnið með tilbreytingarlausri rödd, eins og kveikt væri á segulbandi í upphafi tímans og slökkt á því í lokin. Nýir nemendur áttuðu sig fljótt á að spurningar eða tilraunir til að brydda upp á umræðum, hvort sem var um námsefnið eða annað, voru Aðalsteini ekki að skapi.
Þennan dag var kennslan hefðbundin og nemendurnir líka við sína hefðbundnu iðju: Sumir sváfu fram á borðið, sumir(eða réttara sagt - sumar - )prjónuðu, einhverjir lögðu kapal eða skrifuðu enskan stíl fyrir næsta tíma (það var mín iðja). Þá fór að heyrast hvinur mikill og síðan fór gamla húsið að hreyfast, stólar og borð að hristast um gólfin og einhverjar myndir skekktust á veggjum. Ég hafði aldrei upplifað neitt þessu líkt áður og varð furðu lostin yfir viðbrögðum sumra bekkjafélaga minna sem stukku til og opnuðu dyrnar og stóðu milli stafanna eða brugðust við á annan þann hátt sem aldrei hefði hvarflað að mér. Ég var líka alin upp við að hafa fast land undir fótum og átti ekki von á þessum ósköpum.
Mig minnir að Aðalsteinn hafi tekið sér málhvíld rétt á meðan mestu lætin gengu yfir, sagði svo við Svein Geir, sem stóð í dyragættinni að nú gæti hann sest, húsið myndi ekki hrynja úr þessu og svo byrjaði hann aftur að tala á nákvæmlega sama stað og hann hafði hætt þegar lætin byrjuðu.
Þennan dag var kennslan hefðbundin og nemendurnir líka við sína hefðbundnu iðju: Sumir sváfu fram á borðið, sumir(eða réttara sagt - sumar - )prjónuðu, einhverjir lögðu kapal eða skrifuðu enskan stíl fyrir næsta tíma (það var mín iðja). Þá fór að heyrast hvinur mikill og síðan fór gamla húsið að hreyfast, stólar og borð að hristast um gólfin og einhverjar myndir skekktust á veggjum. Ég hafði aldrei upplifað neitt þessu líkt áður og varð furðu lostin yfir viðbrögðum sumra bekkjafélaga minna sem stukku til og opnuðu dyrnar og stóðu milli stafanna eða brugðust við á annan þann hátt sem aldrei hefði hvarflað að mér. Ég var líka alin upp við að hafa fast land undir fótum og átti ekki von á þessum ósköpum.
Mig minnir að Aðalsteinn hafi tekið sér málhvíld rétt á meðan mestu lætin gengu yfir, sagði svo við Svein Geir, sem stóð í dyragættinni að nú gæti hann sest, húsið myndi ekki hrynja úr þessu og svo byrjaði hann aftur að tala á nákvæmlega sama stað og hann hafði hætt þegar lætin byrjuðu.
janúar 13, 2006
Um DV.
Ég hef ekki lesið DV í 2-3 ár. Hef ekki áhuga á umfjöllun af því tagi sem þar viðgengst. Það sem mér finnst vera alvarlegast í þessu máli sem nú er til umfjöllunar er að dagblað skuli taka fram fyrir hendurnar á réttvísinni með þessum hætti. Hvorki ákærendur né ákærði hljóta réttláta meðferð sinna mála.
Mér fannst svo líka dálítið neyðarlegt að sjá viðtal við ritstjóra DV á NFS, þar sem andlit allra sem sáust í bakgrunni voru rugluð. Myndbirtingar eiga greinilega ekki alltaf við.
Ein spurning að lokum: Hafið þið einhvern tíma vitað til þess að eitthvað annað en sannleikurinn hafi verið prentað í DV ? Ef svo er, hvernig samræmist það þá ritstjórnarstefnunni ?
Mér fannst svo líka dálítið neyðarlegt að sjá viðtal við ritstjóra DV á NFS, þar sem andlit allra sem sáust í bakgrunni voru rugluð. Myndbirtingar eiga greinilega ekki alltaf við.
Ein spurning að lokum: Hafið þið einhvern tíma vitað til þess að eitthvað annað en sannleikurinn hafi verið prentað í DV ? Ef svo er, hvernig samræmist það þá ritstjórnarstefnunni ?
Föstudagur 13.
Í morgun þegar ég kom í vinnuna, spurði samstarfsmaður minn hvort ég væri ekki í góðu skapi. Tilkynnti mér síðan að hann væri búinn að hita kaffi (sem hann gerir nánast aldrei, því hann drekkur það ekki). Svo sagði hann mér að þróunarvélin okkar, þar sem allt okkar dót er staðsett, hefði hrunið rétt eftir að ég fór heim úr vinnunni í gær.
Það gerðist sem sagt fimmtudaginn 12., en ekki í dag.
Hvað mikið af okkar gögnum er endanlega týnt, liggur ekki fyrir,en við fyrstu skoðun sýnist okkur að það sé til afrit af nánast öllu. Einhver skjöl sem orðið hafa til á síðustu dögum gætu verið glötuð. Mesta vinnan verður að setja upp og stilla saman öll þau forrit sem við erum að nota. Dagurinn í dag fer væntanlega í að komast að því.
Það gerðist sem sagt fimmtudaginn 12., en ekki í dag.
Hvað mikið af okkar gögnum er endanlega týnt, liggur ekki fyrir,en við fyrstu skoðun sýnist okkur að það sé til afrit af nánast öllu. Einhver skjöl sem orðið hafa til á síðustu dögum gætu verið glötuð. Mesta vinnan verður að setja upp og stilla saman öll þau forrit sem við erum að nota. Dagurinn í dag fer væntanlega í að komast að því.
janúar 09, 2006
Laaaangur listi !
Það að halda lítið og sætt sveitaþorrablót er flóknara en halda mætti í fyrstu.
Það þarf að sækja um skemmtanaleyfi, staðbundið vínveitingaleyfi og leyfi frá heilbrigðisnefnd.
Það þarf að ráða hljómsveit, söngstjóra og veislustjóra, barþjón og kokk.
Það þarf að kaupa hangikjöt, súrmat, harðfisk, hákarl, flatbrauð, áfengi, gosdrykki, kerti og servíettur og örugglega fleira.
Það þarf að leigja dúka, útbúa söngskrá, steikja laufabrauð, gera posasamning, breyta prókúru á bankareikningi, semja og æfa skemmtiatriði, setja upp sviðsmynd, skreyta salinn og halda utan um miðasölu og þátttöku.
Eftir á þarf síðan að ganga frá öllum reikningum, skila afgöngum, skila dúkum, greiða stefgjöld, greiða húsaleigu, þrífa félagsheimilið, skipa í næstu nefnd og skila öllum gögnum til hennar.
Það verður nóg að gera á næstunni.
Það þarf að sækja um skemmtanaleyfi, staðbundið vínveitingaleyfi og leyfi frá heilbrigðisnefnd.
Það þarf að ráða hljómsveit, söngstjóra og veislustjóra, barþjón og kokk.
Það þarf að kaupa hangikjöt, súrmat, harðfisk, hákarl, flatbrauð, áfengi, gosdrykki, kerti og servíettur og örugglega fleira.
Það þarf að leigja dúka, útbúa söngskrá, steikja laufabrauð, gera posasamning, breyta prókúru á bankareikningi, semja og æfa skemmtiatriði, setja upp sviðsmynd, skreyta salinn og halda utan um miðasölu og þátttöku.
Eftir á þarf síðan að ganga frá öllum reikningum, skila afgöngum, skila dúkum, greiða stefgjöld, greiða húsaleigu, þrífa félagsheimilið, skipa í næstu nefnd og skila öllum gögnum til hennar.
Það verður nóg að gera á næstunni.