september 30, 2005
Það væri líka gaman ....
..að vera í Glasgow með Birninum og Eyjastúlkunni.
Eða bara einhvers staðar annars staðar þar sem hægt er að vera úti, án þess að skjálfa úr kulda, rennblotna á svipstundu eða berjast á móti vindinum.
Eða bara einhvers staðar annars staðar þar sem hægt er að vera úti, án þess að skjálfa úr kulda, rennblotna á svipstundu eða berjast á móti vindinum.
Ég vildi að..
.. veðrið væri betra
.. það væri kominn laugardagur
.. kartöflurnar mínar væru komnar upp úr jörðinni
.. fjölmiðlar hættu að velta sér upp úr skítnum
.. Halldór Ásgrímsson segði af sér sem forsætisráðherra
.. ég ætti inni nokkurra daga frí
.. ég fyndi villuna í fallinu sem ég er að skrifa !!
.. það væri kominn laugardagur
.. kartöflurnar mínar væru komnar upp úr jörðinni
.. fjölmiðlar hættu að velta sér upp úr skítnum
.. Halldór Ásgrímsson segði af sér sem forsætisráðherra
.. ég ætti inni nokkurra daga frí
.. ég fyndi villuna í fallinu sem ég er að skrifa !!
september 28, 2005
Litlar stúlkur verða stórar
Hún Guðbjörg Anna eignaðist litla dóttur í síðustu viku. Hún er bara hálfu ári eldri en yngri sonur minn og ýmislegt brölluðu þau saman sem börn og unglingar á Hallormsstað. Mér sýnist á þessu hér að sú nýfædda sé býsna lík móður sinni og móðursystur og bara Nínu ömmu líka !
september 27, 2005
Lötugrétublogg !
Ég vil benda ykkur á nýjan tengil sem kominn er á síðuna mína. Það er Rannveig eða Lata Gréta, telpukorn með kisu sína. Hvort kona á fimmtugsaldri getur kallað sig telpukorn er auðvitað umdeilanlegt, en í því samhengi var mér bent á að nafnið "Tóta litla" sé nú svolítið öfugmæli líka þar sem ég er aðeins hávaxnari en konur almennt.
Rannveig hefur verið ansi dugleg í kommentaskrifum, bæði hjá mér og fleirum og ætti því að hafa eitthvað til mála að leggja.
Enga leti Rannveig -- og engar svona "égþarfaðlærasvoooomikiðheima"- afsakanir !!
Rannveig hefur verið ansi dugleg í kommentaskrifum, bæði hjá mér og fleirum og ætti því að hafa eitthvað til mála að leggja.
Enga leti Rannveig -- og engar svona "égþarfaðlærasvoooomikiðheima"- afsakanir !!
september 26, 2005
Helgin
Helgin var skemmtileg.
Tengdafjölskyldan kom saman í sumarbústaðahverfinu á Eiðum, þar sem við lögðum undir okkur 4 hús, veitti ekki af, alls komu 26 einstaklingar og langflestir gistu, eða um 20 manns. Þrátt fyrir veðrið skemmtu allir sér vel við spil, spjall, matarundibúning, krokketleik, gönguferðir, heimsókn í ónefndan sumarbústað tengdaforeldranna og samveru almennt. Við komum heim um hádegi á sunnudag og veitti þá ekkert af að hvíla sig svolítið það sem eftir lifði sunnudagsins.
Tengdafjölskyldan kom saman í sumarbústaðahverfinu á Eiðum, þar sem við lögðum undir okkur 4 hús, veitti ekki af, alls komu 26 einstaklingar og langflestir gistu, eða um 20 manns. Þrátt fyrir veðrið skemmtu allir sér vel við spil, spjall, matarundibúning, krokketleik, gönguferðir, heimsókn í ónefndan sumarbústað tengdaforeldranna og samveru almennt. Við komum heim um hádegi á sunnudag og veitti þá ekkert af að hvíla sig svolítið það sem eftir lifði sunnudagsins.