desember 04, 2004
Í sveitinni ...
Í sveitinni sér maður ýmislegt skemmtilegt. Hérna hjá mér háttar þannig til að ég sé úr baðherbergisglugganum beint yfir í garðinn hjá nágrönnunum mínum. Um hádegið var ég inni á baði og varð litið út um gluggann. Það vakti athygli mína að þrátt fyrir algjört logn, hristist stórt grenitré í garði nágrannanna. Ég fór að horfa eftir því hvað væri að gerast og sá þá Sissu í næsta húsi með greinaklippurnar á lofti, greinilega í einhverjum aðventuskreytingahugleiðingum. Það sem var sérstaklega skemmtilegt við þessa sjón var, að Sissa var á ökklasíðum náttkjól, hálfsíðum náttslopp og berfætt í inniskónum, þrátt fyrir að það hafi snjóað svolítið í nótt. Sérstaklega jólalegt.
Í kvöld ætla ég ásamt bóndanum og vinnufélögum mínum að fara á jólahlaðborð í Egilsbúð á Nesi. Ég er orðin í vandræðum með að tala um æskustöðvarnar. Ég er alin upp í Norðfjarðarsveit og fer oft á Norðfjörð en mér finnst Neskaupstaðarnafnið orðið hálfhjákátlegt eftir að sá kaupstaður sameinaðist tveimur öðrum og varð að Fjarðabyggð. Ég er að hugsa um að taka upp orðfæri þess fólks sem bjó í nágrenni við æskuheimili mitt þegar ég var barn og aldrei fór "út í bæ" eða "í bæinn" heldur alltaf "út á Nes" eða "út að Nesi".
Í kvöld ætla ég ásamt bóndanum og vinnufélögum mínum að fara á jólahlaðborð í Egilsbúð á Nesi. Ég er orðin í vandræðum með að tala um æskustöðvarnar. Ég er alin upp í Norðfjarðarsveit og fer oft á Norðfjörð en mér finnst Neskaupstaðarnafnið orðið hálfhjákátlegt eftir að sá kaupstaður sameinaðist tveimur öðrum og varð að Fjarðabyggð. Ég er að hugsa um að taka upp orðfæri þess fólks sem bjó í nágrenni við æskuheimili mitt þegar ég var barn og aldrei fór "út í bæ" eða "í bæinn" heldur alltaf "út á Nes" eða "út að Nesi".
desember 02, 2004
Annir !
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér þessa vikuna. Ég kom heim frá Reykjavík á sunnudag og hefði þá helst viljað eiga einn dag til að hvíla mig, en nei, í vinnuna og ekkert vesen með það !
Mánudagurinn í undirbúning vegna funda á þriðjudag og miðvikudag. Þriðjudagurinn á Norðfirði frá morgni fram undir kvöld, starfsmannafundur á miðvikudag ásamr tveim öðrum styttri fundum. Dagurinn í dag stífur, vorum að búa til beinagrind að hönnunarskýrslu fyrir kerfið sem við erum með í smíðum. Auk þess er ég að undirbúa jólahlaðborð fyrir samstarfsmenn og maka nk. laugardagskvöld. Ég er ekki að elda, nei, panta miða, kanna þátttöku, redda rútu og allt svoleiðis.
Núna er sennilega rétt að fara að drífa sig í Bónus, kaupa í matinn, fara heim og elda - frumburðurinn nefnilega heima í helgarfríi - eyða síðan kvöldinu í að hugsa um allt sem ég á eftir að gera fyrir jól.
Kannski ég pakki inn þessari einu jólagjöf sem ég er búin að kaupa og þarf að senda til útlanda. Geri það, það er ekki eftir það sem búið er !
Mánudagurinn í undirbúning vegna funda á þriðjudag og miðvikudag. Þriðjudagurinn á Norðfirði frá morgni fram undir kvöld, starfsmannafundur á miðvikudag ásamr tveim öðrum styttri fundum. Dagurinn í dag stífur, vorum að búa til beinagrind að hönnunarskýrslu fyrir kerfið sem við erum með í smíðum. Auk þess er ég að undirbúa jólahlaðborð fyrir samstarfsmenn og maka nk. laugardagskvöld. Ég er ekki að elda, nei, panta miða, kanna þátttöku, redda rútu og allt svoleiðis.
Núna er sennilega rétt að fara að drífa sig í Bónus, kaupa í matinn, fara heim og elda - frumburðurinn nefnilega heima í helgarfríi - eyða síðan kvöldinu í að hugsa um allt sem ég á eftir að gera fyrir jól.
Kannski ég pakki inn þessari einu jólagjöf sem ég er búin að kaupa og þarf að senda til útlanda. Geri það, það er ekki eftir það sem búið er !
nóvember 29, 2004
Vegir bloggsins ...
eru órannsakanlegir. Það er sífellt oftar að gerast að fólk sem ég þekki mismikið er að segja mér að það lesi bloggið mitt. Gaman að því ! Hvernig fólk lendir þangað inn er mjög mismunandi, flestir villast inn af síðum einhverra annarra.
Ég hitti konu í dag sem sagðist lesa síðuna mína en sagði mér ekki að hún væri sjálf með bloggsíðu. Ragnhildur fær sem sagt link.
Á fimmtudagskvöldið kom ég til Ásu vinkonu minnar í Mosó. Hún les síðuna mína af og til og lenti af henni inn á síðu hjá frænku sinni á Ísafirði, Hörpu.
Þetta er ekkert minna en stórbrotið !
Ég hitti konu í dag sem sagðist lesa síðuna mína en sagði mér ekki að hún væri sjálf með bloggsíðu. Ragnhildur fær sem sagt link.
Á fimmtudagskvöldið kom ég til Ásu vinkonu minnar í Mosó. Hún les síðuna mína af og til og lenti af henni inn á síðu hjá frænku sinni á Ísafirði, Hörpu.
Þetta er ekkert minna en stórbrotið !
nóvember 28, 2004
Helgin var góð !
Ég hef dvalið í höfuðborginni undanfarna daga, ásamt bóndanum. Þetta átti að verða bara rólegheit og hvíld, en svo fór nú alls ekki. Við lentum í "Thanksgiving", fimmtugsafmæli, heimsóttum vini okkar, versluðum og vorum á útopnu mest allan tímann. Ég fór í bíó að sjá Bridget Jones og skemmti mér vel. Í hléi var ég í sakleysi mínu að kaupa mér kók og súkkulaði, þegar slegið var þéttingsfast í bakið á mér og einhver gólaði "Hæ, Tóta" í eyrað á mér. Mér brá alveg hræðilega, átti ekki von á þessu í Háskólabíói. Þar var þá komin hún Rannveig, ein úr hinu ágæta Gleðikvennafélagi Vallahrepps.
Sem minnir mig á: Var ekki verið að tala um einhverja starfsemi á vegum félagsins, og var ekki Egilsstaðadeildin búin að taka að sér skipulagninguna ?
Sem minnir mig á: Var ekki verið að tala um einhverja starfsemi á vegum félagsins, og var ekki Egilsstaðadeildin búin að taka að sér skipulagninguna ?