janúar 26, 2007
Grænsíða opnuð !
Í gær var vefsíðan Grænsíða formlega opnuð. Þetta er verkefni sem við Fjölnir erum búin að vera að vinna í nokkuð lengi.
Síðan er ekki merkileg svona að ytra útliti, en megintilgangur henar er skráningarkerfi fyrir greiningar, áætlanir og framkvæmdir á vegum skógareigenda. Kerfið er líka tengt miðlægum landupplýsingagrunni, þar sem geymd eru kortagögn, loftmyndir og tengdar skráningar.
Þesssu verki er ekki lokið en síðustu vikur hef ég verið að vinna í að flytja eldri gögn inn í grunninn fyrir Héraðsskóga.
Hér er sýnishorn af því hvernig gögnin koma út úr kerfinu. Það sem þið sjáið er gróðursetningaráætlun, þar sem hver litur táknar ákveðna trjátegund.
Síðan er ekki merkileg svona að ytra útliti, en megintilgangur henar er skráningarkerfi fyrir greiningar, áætlanir og framkvæmdir á vegum skógareigenda. Kerfið er líka tengt miðlægum landupplýsingagrunni, þar sem geymd eru kortagögn, loftmyndir og tengdar skráningar.
Þesssu verki er ekki lokið en síðustu vikur hef ég verið að vinna í að flytja eldri gögn inn í grunninn fyrir Héraðsskóga.
Hér er sýnishorn af því hvernig gögnin koma út úr kerfinu. Það sem þið sjáið er gróðursetningaráætlun, þar sem hver litur táknar ákveðna trjátegund.

janúar 21, 2007
Uppgötvun
Fartölvan sem ég nota í vinnunni er farin að eldast dálítið, en hefur aldrei klikkað og er ágæt á flestan hátt. Nú er samt komið upp smá vandamál. Skjárinn helst ekki opinn nema með stuðningi, eða nákvæmlega stilltur á 90° horn. Annars bara lekur hann í aðra hvora áttina.
Niðurstaða greiningar er þessi: Gripurinn er karlkyns og á við risvandamál að stríða !
Ætli sé til Viagra fyrir tölvur ?
Niðurstaða greiningar er þessi: Gripurinn er karlkyns og á við risvandamál að stríða !
Ætli sé til Viagra fyrir tölvur ?