nóvember 24, 2006
Lúsasmiðjan
Í brasi mínu við að mála, breyta og bæta heima hjá mér á undanförnum vikum, hef ég þurft að fara nokkrar ferðir í Húsasmiðjuna, sem mætti alveg heita Lúsasmiðjan, því þar gerist allt Lúúúúshææægt. Tölvukerfi þeirra var búið til á 9. áratug síðustu aldar og þá þótti bara sóun að nota mús.Svo er kerfið, starfsmennirnir og öll þjónusta á sama hraða. Það gengi heldur ekki að allir fyndu strax það sem vantar, eða fengju blandaða málninguna á nóinu, því þá yrði meiri traffík á kössunum sem aftur yrði til að lengja biðraðirnar.
Nokkur dæmi um þjónustuna:
- Gat ekki borgað með korti - varð að skilja vörurnar eftir, keyra niður í banka og sækja mér peninga til að borga með.
- Sandpappír var ekki til nema í grófleikum sem ekki hentuðu mér. Aðspurður, hve langan tíma tæki að fá þetta, svaraði starfsmaður því til að það færi eftir hvort þetta væri til fyrir sunnan, og ekki orð meir.
- Afgreiðslumaður, sem notaði bara einn putta á "no-mouse" kerfi, var á eina kassanum sem var í gangi. Hann þurfti líka að leita uppi hvern staf á lyklaborðinu.
- Innsláttarvilla hjá afgreiðslumanni krassaði kerfinu. Ég var tímabundin og sagði þeim það, en fékk þá svarið: "Ég skrifa þá niður kortanúmerið þitt og laga þetta á eftir." No way, enginn skrifar niður mitt kortanúmer, takk fyrir. Ef ekki hefði verið fyrir kunningsskap og klíku, hefði ég annað hvort misst af badminton-tímanum eða orðið að skilja það sem ég var að kaupa, eftir í búðinni og seinka lökkun á parketinu um sólarhring í það minnsta.
Ég ætla að benda þeim aðilum í tölvubransanum, sem selja svona birgða- og bókhaldskerfi á að Húsalúsasmiðjan þarf á einu slíku að halda.
Nokkur dæmi um þjónustuna:
- Gat ekki borgað með korti - varð að skilja vörurnar eftir, keyra niður í banka og sækja mér peninga til að borga með.
- Sandpappír var ekki til nema í grófleikum sem ekki hentuðu mér. Aðspurður, hve langan tíma tæki að fá þetta, svaraði starfsmaður því til að það færi eftir hvort þetta væri til fyrir sunnan, og ekki orð meir.
- Afgreiðslumaður, sem notaði bara einn putta á "no-mouse" kerfi, var á eina kassanum sem var í gangi. Hann þurfti líka að leita uppi hvern staf á lyklaborðinu.
- Innsláttarvilla hjá afgreiðslumanni krassaði kerfinu. Ég var tímabundin og sagði þeim það, en fékk þá svarið: "Ég skrifa þá niður kortanúmerið þitt og laga þetta á eftir." No way, enginn skrifar niður mitt kortanúmer, takk fyrir. Ef ekki hefði verið fyrir kunningsskap og klíku, hefði ég annað hvort misst af badminton-tímanum eða orðið að skilja það sem ég var að kaupa, eftir í búðinni og seinka lökkun á parketinu um sólarhring í það minnsta.
Ég ætla að benda þeim aðilum í tölvubransanum, sem selja svona birgða- og bókhaldskerfi á að Húsalúsasmiðjan þarf á einu slíku að halda.
Veit ekki hvar ég á að byrja....
Lata Gréta(af öllum konum !) er að saka mig um bloggLETI. Málið er að ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Sunnudagurinn síðasti varð dálítið spes. Ég fór á fætur nokkuð snemma, kláraði að mála smáræði sem ég átti eftir í herberginu mínu, kverkar og horn og svona og fékk mér svo bara gott kaffi og slakaði á meðan málningin þornaði. Svo fór ég að hreinsa glugga, fjarlægja límbönd og hreinsa málningarslettur hér og þar. Þegar ég fór að hreinsa gólfið, þvældist rúm okkar hjóna, sem ég hafði ekki komið út úr herberginu, alltaf fyrir mér. Ég ákvað að snúa því, en þá tókst ekki betur til en svo að höfðagaflinn brotnaði !! Þar sem ég lá þarna á gólfinu við að hreinsa síðustu klessurnar, birtist nágrannakona mín, hún Sissa. Sagan af brotna hjónarúminu verður örugglega færð í stílinn og flutt á næsta þorrablóti.
Bóndi minn var á heimleið frá Finnlandi þennan dag og til að gera langa sögu stutta, var hann kominn til Noregs um hádegi, Keflavíkur um kaffi og heim í Hallormsstað um kl. 1 eftir miðnætti ! Vegna ófærðar á Reykjavíkurflugvelli, þurfti hann að fara aftur til Keflavíkur og með þotu austur. Flugfélag Íslands er ekki að standa sig í svona málum. Fólkið sem var á leið austur þurfti að bíða klukkutímum saman í flugstöðinni í Reykjavík, rútum við öryggishlið í Keflavík og guð má vita hvar. Þetta tók lengri tíma en að komast til New York !
Vikan er svo búin að fara í vinnu, sund, badminton, pælingar varðandi viðgerð á rúmi/nýtt rúm og svo lokasprettinn á verkefninu okkar í vinnunni. Meira síðar ...
Sunnudagurinn síðasti varð dálítið spes. Ég fór á fætur nokkuð snemma, kláraði að mála smáræði sem ég átti eftir í herberginu mínu, kverkar og horn og svona og fékk mér svo bara gott kaffi og slakaði á meðan málningin þornaði. Svo fór ég að hreinsa glugga, fjarlægja límbönd og hreinsa málningarslettur hér og þar. Þegar ég fór að hreinsa gólfið, þvældist rúm okkar hjóna, sem ég hafði ekki komið út úr herberginu, alltaf fyrir mér. Ég ákvað að snúa því, en þá tókst ekki betur til en svo að höfðagaflinn brotnaði !! Þar sem ég lá þarna á gólfinu við að hreinsa síðustu klessurnar, birtist nágrannakona mín, hún Sissa. Sagan af brotna hjónarúminu verður örugglega færð í stílinn og flutt á næsta þorrablóti.
Bóndi minn var á heimleið frá Finnlandi þennan dag og til að gera langa sögu stutta, var hann kominn til Noregs um hádegi, Keflavíkur um kaffi og heim í Hallormsstað um kl. 1 eftir miðnætti ! Vegna ófærðar á Reykjavíkurflugvelli, þurfti hann að fara aftur til Keflavíkur og með þotu austur. Flugfélag Íslands er ekki að standa sig í svona málum. Fólkið sem var á leið austur þurfti að bíða klukkutímum saman í flugstöðinni í Reykjavík, rútum við öryggishlið í Keflavík og guð má vita hvar. Þetta tók lengri tíma en að komast til New York !
Vikan er svo búin að fara í vinnu, sund, badminton, pælingar varðandi viðgerð á rúmi/nýtt rúm og svo lokasprettinn á verkefninu okkar í vinnunni. Meira síðar ...