<$BlogRSDURL$>

maí 07, 2004

Ég var að eignast lítinn frænda ! 

Ó já, loksins er strákurinn kominn í heiminn - öll stórfjölskyldan búin að bíða í ofvæni í hálfan mánuð !
Steini, stóri bróðir orðinn afi og getur nú borið sinn gráa haus hátt og verður efalaust algjör draumaafi. A.m.k. þótti birninum mínum ekki ónýtt að vera hjá Steina frænda sem lítill pjakkur og Steini hefur einkarétt á gælunafninu "Bibbi". Enginn annar fær að nota það á björninn. Og langafinn segir fréttirnar fyrstur á netinu !
Til hamingju öll !

maí 05, 2004

Myndir af Fundi GKV eru komnar á heimasíðuna ! 

Var að setja inn myndir af afmælisfundinum. Kíkið á heimasíðu Gleðikvennafélagsins !

Ég langar tala við kagglinn !! 

Í gær hringdi frænka mín í mig í þeim að athuga hvort búið væri að gera við tæki sem hún hafði komið með til viðgerðar hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Dóttir hennar, þriggja ára, suðaði á bak við "Ég langar tala við kagglinn " - "Ég langar tala við kagglinn ".
Móðirin bað mig að segja við hana nokkur orð, en það dugði ekki, hún vildi fá að tala við "kagglinn". Símtalið endaði með því að ég tók að mér að tala við viðgerðarmanninn (kagglinn) og komast að hvort tækið væri tilbúið og láta hana svo vita. Það tók nokkrar mínútur að hafa upp á manninum og fá upplýsingarnar og síðan hringdi ég til baka. Þá var stuttan ennþá að suða um að fá að tala við "kagglinn". Vonandi hafa þær bara hitt hann karlinn sjálfan þegar þær fóru á verkstæðið að ná í tækið úr viðgerð.

Hún er ansi stíf á meiningunni þessi unga dama, kemur sér vonandi vel í framtíðinni, þegar hún þarf að fara að beita sér við "kagglana".

maí 04, 2004

Tap - naumlega þó. 

Við töpuðum spurningakeppninni - lentum á móti Verkfræðistofunni Hönnun og töpuðum með einu stigi, Eiginlega bara allt í lagi því ég var ekki að nenna að eyða einu kvöldi enn í þetta.

maí 03, 2004

Samband við Loft .... 

Kona nokkur, Lára að nafni, hefur verið að lýsa á bloggsíðu sinni aðdragandanum að því að hún hætti að reykja, í beinni, eða þannig. Ég hef kíkt á þetta nokkrum sinnum og kannast við ansi margt í þessu ferli, en ég hafði bara ekki svona gott lag á að lýsa þessu.
Ég tek það fram að ég þekki konuna ekki neitt !
Núna síðast er Lára þessi að tala um samband sitt við Loft.
Þá datt mér í hug vísukorn sem byrjar svona:

Hún þurfti loft og þráði loft,
þunga af lofti bar hún.

hvernig framhaldið hljómar man ég ekki alveg, en "loft" kom einum þrisvar sinnum enn fyrir í vísunni.


Kríuhret og kuldi 

Jæja, þá er snjókoman orðin að rigningu og lítur út fyrir að þetta sé að verða búið í bili.

Fann á vappi mínu um netið síðu þar sem birtar eru myndir af ýmsum tvíförum - þar á meðal mörgum Norðfirskum góðborgurum.

Hér er slóðin.


maí 02, 2004

Ahh - þá er teljarinn minn fundinn - var búin að steingleyma notendanafni og lykilorði - en þetta hafðist allt saman.

Annars held ég að það sé um það bil að fara að snjóa - vonandi í síðasta skiptið á þessu vori. Eitt gott við það, minni líkur á að það verði mikið frost, sem er það versta fyrir allan gróður sem kominn er af stað.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?