janúar 31, 2007
Nýr systursonur
Í gær eignaðist Unnur systir mín dreng, stærðarstrák. Hjálmar, stoltur faðir, sagði að hann væri stærri en systir hans hefði verið og ef ég man rétt var hún 21 mörk. Pjakkurinn var svolítið blár eftir átökin og var settur í hitakassa til öryggis, þannig að nákvæmar mælingar náðust ekki.
Á bóndadaginn fæddist líka lítil stúlka, gerði systur bónda míns að ömmu. Foreldrarnir, Unnar Hólm og Helga Jóhanna, búa í Mosfellsbæ og hér má sjá hvernig hún lítur út.
Á bóndadaginn fæddist líka lítil stúlka, gerði systur bónda míns að ömmu. Foreldrarnir, Unnar Hólm og Helga Jóhanna, búa í Mosfellsbæ og hér má sjá hvernig hún lítur út.