febrúar 20, 2004
Ég asnaðist til að taka eitthvert svona próf og niðurstaðan varð þessi:
You're Watership Down!
by Richard Adams
Though many think of you as a bit young, even childish, you're
actually incredibly deep and complex. You show people the need to rethink their
assumptions, and confront them on everything from how they think to where they
build their houses. You might be one of the greatest people of all time. You'd
be recognized as such if you weren't always talking about talking rabbits.
Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
febrúar 19, 2004
Á morgun er þorrablót Vallamanna á Iðavöllum og þangað ætla ég !
Mikið djö.... hlakka ég til. Var í nefnd í fyrra og þurfti að standa í undirbúningnum og öllu sem því fylgir að halda svona skemmtun.
Matur og drykkur með aðstoð kokks, en framreiddur af nefndarmönnum.
Skemmtiatriði, heimatilbúin og flutt af nefndarmönnum.
Skreytingar á sal, sviðsmynd og fleira slíkt - allt unnið af nefndarmönnum.
Dansleikur frá miðnætti til kl. 5,6 eða 7 að morgni - hljómsveit aðfengin en annað unnið af nefndarmönnum.
Núna ætla ég bara að mæta, eta drekka og vera glööööð !!!!
Mikið djö.... hlakka ég til. Var í nefnd í fyrra og þurfti að standa í undirbúningnum og öllu sem því fylgir að halda svona skemmtun.
Matur og drykkur með aðstoð kokks, en framreiddur af nefndarmönnum.
Skemmtiatriði, heimatilbúin og flutt af nefndarmönnum.
Skreytingar á sal, sviðsmynd og fleira slíkt - allt unnið af nefndarmönnum.
Dansleikur frá miðnætti til kl. 5,6 eða 7 að morgni - hljómsveit aðfengin en annað unnið af nefndarmönnum.
Núna ætla ég bara að mæta, eta drekka og vera glööööð !!!!
febrúar 16, 2004
Dagurinn er búinn að vera langur og erfiður. Mætti í vinnu eftir nokkurra daga veikindafrí, meira að segja komin í Egilsstaði klukkan 8 til að fara yfir verkefni dagsins, kynninguna á frumgerðinni sem við erum búin að vera að vinna að í nokkra mánuði. Fundurinn gekk ágætlega, fengum nokkra gagnrýni en allt var á uppbyggilegum nótum og flest smávægilegt.
Eitt er það sem farið hefur í mínar fínustu undanfarið:
Kjaftasögumaskínan hér á svæðinu.
Ég er búin að heyra nöfn tveggja einstaklinga nefnd í sambandi við líkfundinn í Neskaupstað. Báðir áttu að hafa átt þar hlut að máli. Í öðru tilvikinu var um hreinan uppspuna að ræða, sem átti við engin rök að styðjast, í hinu getgátur, byggðar á álíka traustum rökum og þegar Örn Árnason var að rekja samsæriskenningarnar um Norðmenn í Spaugstofunni forðum. Tíndar saman nokkrar fullyrðingar úr ýmsum áttum og síðan sagt:
"Tilviljun, ég held ekki !"
Ég vona bara að þetta mál fari að upplýsast áður en fleiri verða sviptir ærunni !
Eitt er það sem farið hefur í mínar fínustu undanfarið:
Kjaftasögumaskínan hér á svæðinu.
Ég er búin að heyra nöfn tveggja einstaklinga nefnd í sambandi við líkfundinn í Neskaupstað. Báðir áttu að hafa átt þar hlut að máli. Í öðru tilvikinu var um hreinan uppspuna að ræða, sem átti við engin rök að styðjast, í hinu getgátur, byggðar á álíka traustum rökum og þegar Örn Árnason var að rekja samsæriskenningarnar um Norðmenn í Spaugstofunni forðum. Tíndar saman nokkrar fullyrðingar úr ýmsum áttum og síðan sagt:
"Tilviljun, ég held ekki !"
Ég vona bara að þetta mál fari að upplýsast áður en fleiri verða sviptir ærunni !
febrúar 15, 2004
Ég er ekki áskrifandi að nema tveim blöðum, annað er Austurglugginn, dapurlegur arftaki Austurlands og Austra, og svo blað sem 9 ára gamall vinur minn gefur út og kemur út þegar hann má vera að, sem er alltof sjaldan. Fyrsta tölublaðið af "MorgunMagnús", en svo heitir ritið, var reyndar bara gefið út í einu eintaki, handskrifað og myndir klipptar út og límdar inn. Það eintak á ég ekki. Öll hin á ég, mismikil að vöxtum, en eiga það sameiginlegt að innihalda fréttir sem vel mundu sóma sér á vefritum eins og Baggalút.
Í dag kom vinur minn og bankaði upp á til að segja mér að hann væri búinn að skrifa nýjan MorgunMagnús en sig vantaði blek í prentarann til að hægt væri að koma honum til áskrifandans (mín). Var um það samið að hann sendi mér eintakið í tölvupósti og prentaði það út sjálf.
Ég bíð spennt !!!
Í dag kom vinur minn og bankaði upp á til að segja mér að hann væri búinn að skrifa nýjan MorgunMagnús en sig vantaði blek í prentarann til að hægt væri að koma honum til áskrifandans (mín). Var um það samið að hann sendi mér eintakið í tölvupósti og prentaði það út sjálf.
Ég bíð spennt !!!