júní 04, 2004
Orðheppnir Fljótsdælingar
Fljótsdælingar og Jökuldælingar eru þekktir fyrir að kunna að koma fyrir sig orði, enda hafa þeir lítið annað fyrir stafni yfir veturinn en að hugsa um slíkt.
Eitt sinn var ágætur Fljótsdælingur að setja upp sturtuklefa hjá tengdaforeldrum sínum. Klefinn var settur út í horn og stútarnir fyrir kranana lentu fyrir aftan. Bilið á milli var stutt, aðeins nokkrir sentimetrar. Fljótsdælingurinn klóraði sér í höfðinu og sagði: "Ég veit satt að segja ekki hvað ég þyrfti að drekka mikið af brennivíni til að verða nógu þunnur til að komast þarna á bak við".
Jökuldælingar tala gjarnan um landakot og landafundi - þegar heimagerðir göróttir drykkir eru í umræðunni og eru manna duglegastir við framleiðslu og neyslu þeirra. Kannski er þetta bara svona í þessum sveitum sem fjærst liggja sjó.
Það sagði mér maður áðan að Davíð væri að hugsa um að láta taka af sér BAUG-fingurna - sel það ekki dýrar en ég keypti.
Annars er bara að bresta á helgi, tónleikar á morgun, þar sem Jón Guðmundsson ætlar að spila á flautu sína - og fleira skemmtilegt. Sjómannadagur á sunnudaginn, en ég held ég nenni ekki í siglingu. Fer kannski á Norðfjörð seinnipartinn og heilsa upp á ættingja og vini. Læt það bara ráðast af veðri og vindum. Það er ekkert gaman að standa úti í rigningu og hlusta á ræður, en allt í lagi að fá sér kaffi og hitta skemmtilegt fólk.
Eyjastúlkan er væntanleg í kvöld eða á morgun og fjölgar þá enn í kotinu. En bara gaman að því.
Eitt sinn var ágætur Fljótsdælingur að setja upp sturtuklefa hjá tengdaforeldrum sínum. Klefinn var settur út í horn og stútarnir fyrir kranana lentu fyrir aftan. Bilið á milli var stutt, aðeins nokkrir sentimetrar. Fljótsdælingurinn klóraði sér í höfðinu og sagði: "Ég veit satt að segja ekki hvað ég þyrfti að drekka mikið af brennivíni til að verða nógu þunnur til að komast þarna á bak við".
Jökuldælingar tala gjarnan um landakot og landafundi - þegar heimagerðir göróttir drykkir eru í umræðunni og eru manna duglegastir við framleiðslu og neyslu þeirra. Kannski er þetta bara svona í þessum sveitum sem fjærst liggja sjó.
Það sagði mér maður áðan að Davíð væri að hugsa um að láta taka af sér BAUG-fingurna - sel það ekki dýrar en ég keypti.
Annars er bara að bresta á helgi, tónleikar á morgun, þar sem Jón Guðmundsson ætlar að spila á flautu sína - og fleira skemmtilegt. Sjómannadagur á sunnudaginn, en ég held ég nenni ekki í siglingu. Fer kannski á Norðfjörð seinnipartinn og heilsa upp á ættingja og vini. Læt það bara ráðast af veðri og vindum. Það er ekkert gaman að standa úti í rigningu og hlusta á ræður, en allt í lagi að fá sér kaffi og hitta skemmtilegt fólk.
Eyjastúlkan er væntanleg í kvöld eða á morgun og fjölgar þá enn í kotinu. En bara gaman að því.
júní 02, 2004
Af verktökum og Fljótdælingum
Það var allt vatnslaust heima hjá mér þegar ég kom úr vinnunni í gær. Verktakarnir búnir að moka í sundur vatnsleiðsluna - kominn annar forljótur gámur í hlaðið hjá mér, í viðbót við hinn gáminn, valtarann, steypuflykkin og skólprörin sem þar eru í stöflum. Ég er að verða dálítið þreytt á þessu dæmi - finnst þetta ekki skemmtilegt.
Mjallhvít og bóndi hennar komu í kaffi til mín á mánudagskvöldið og sá ágæti smiður, sem Mjallhvítarbóndi er, fór að efast um að skólprörin væru nægilega stór fyrir sitt hlutverk. Hann orðaði það svo " að menn yrðu að skíta mjótt og skeina sig lítið", ef þessi rör ættu að duga. Orðatiltækið var haft eftir gömlum bónda í Fljótsdal, sem Þorfinnur hét og bjó á Kleif. Sá hinn sami og sagði, þegar hann missti kistu móður sinnar af vagni á leið til kirkjunnar, og horfði á eftir kistunni skoppa niður svellbunka langleiðina niður að Jökulsá: "Ja, þetta hefði nú mömmu þótt gaman ".
Mjallhvít og bóndi hennar komu í kaffi til mín á mánudagskvöldið og sá ágæti smiður, sem Mjallhvítarbóndi er, fór að efast um að skólprörin væru nægilega stór fyrir sitt hlutverk. Hann orðaði það svo " að menn yrðu að skíta mjótt og skeina sig lítið", ef þessi rör ættu að duga. Orðatiltækið var haft eftir gömlum bónda í Fljótsdal, sem Þorfinnur hét og bjó á Kleif. Sá hinn sami og sagði, þegar hann missti kistu móður sinnar af vagni á leið til kirkjunnar, og horfði á eftir kistunni skoppa niður svellbunka langleiðina niður að Jökulsá: "Ja, þetta hefði nú mömmu þótt gaman ".
júní 01, 2004
Eftir hvítasunnu..
Þessi helgi varð alveg ágæt. Opnun á forsýningu á Fantasy Island á Skriðuklaustri á laugardaginn. Fullt af góðu freyðivíni, snittum og skemmtilegu fólki. Bara gaman. Eldaði svo svona tilraunafiskrétt þegar ég kom heim.
2 lítil ýsuflök, skorin í bita
6-8 kartöflur
1 rauð paprika
nokkrir sveppir
10-12 sneiðar af blaðlauk
olía
1dl rjómi
1/2 dós paprikusmurostur
rifinn ostur
salt og pipar
Kartöflurnar skornar í ca 1 cm þykkar sneiðar og soðnar í litlu vatni í 5-7 mín.
Grænmeti skorið í bita og svissað á pönnu í 2-3 msk af olíu og síðan sett allt í eldfast mót.
Smurosturinn leystur upp í rjómanum, (á sömu pönnunni).
Fiskbitunum raðað yfir, kryddað með salti og pipar.
Kartöflusneiðunum raðað ofan á - aðeins saltað og piprað yfir.
Rjóma- og smurostsblöndunni hellt yfir og að lokum er rifna ostinum stráð yfir.
Inn í ofn í 30 mínútur við 200 gráður.
Brauð með og ekki spillir glas af kældu hvítvíni.
Fljótlegt og þægilegt.
2 lítil ýsuflök, skorin í bita
6-8 kartöflur
1 rauð paprika
nokkrir sveppir
10-12 sneiðar af blaðlauk
olía
1dl rjómi
1/2 dós paprikusmurostur
rifinn ostur
salt og pipar
Kartöflurnar skornar í ca 1 cm þykkar sneiðar og soðnar í litlu vatni í 5-7 mín.
Grænmeti skorið í bita og svissað á pönnu í 2-3 msk af olíu og síðan sett allt í eldfast mót.
Smurosturinn leystur upp í rjómanum, (á sömu pönnunni).
Fiskbitunum raðað yfir, kryddað með salti og pipar.
Kartöflusneiðunum raðað ofan á - aðeins saltað og piprað yfir.
Rjóma- og smurostsblöndunni hellt yfir og að lokum er rifna ostinum stráð yfir.
Inn í ofn í 30 mínútur við 200 gráður.
Brauð með og ekki spillir glas af kældu hvítvíni.
Fljótlegt og þægilegt.