nóvember 24, 2004
Skrýtið ....
Ég var að hugsa um það í morgun á leið í vinnuna, í hálkunni, hvernig mér leið fyrir rúmu ári þegar ég var að aka heim úr 25 ára saumaklúbbsafmæli á Akureyri. Sunnandeildin kom lemstruð á sál og líkama í hús á Akureyri, eftir að hafa velt öðru af tveimur farartækjum sem flutti hópinn norður. Og alla leiðina austur var ég að hugsa um að ég yrði nú að passa mig, engin umferð og ekki einu sinni símasamband mestan part af leiðinni.
Þess vegna fannst mér það skrýtið að sjá það sem Nanna er að skrifa í dag.
Þess vegna fannst mér það skrýtið að sjá það sem Nanna er að skrifa í dag.
Skrítið eða skrýtið ???
nóvember 23, 2004
Hreint loft !
Mér varð hugsað til þess í morgun þegar ég kom út í slydduna og gustinn í morgun hvað hreint loft er mikils virði. Reykvíkingar fengu sinn skammt af menguninni í gærkvöldi og nótt, en reyndar fengum við það líka þó á annan hátt væri. Þegar ég var á leið heim í dag, ók ég fram á vörubíl á hliðinni í skóginum, ínnan við kílómetra frá ysta húsinu hérna í skóginum. Þarna var á ferðinni bíll ofan af Kárahnjúkum sem var að flytja úrgangsolíu og spilliefni, þ.á.m. geymasýru, í Egilsstaði. Gallinn var bara sá að þessi efni voru í opnum kerjum og lélegum tunnum, þannig að einhver hluti þeirra sullaðist út í skóg. Kannski þetta séu tunnurnar og kerin sem Impregilio-starfsmaður gróf inn á heiði og var rekinn fyrir. Það þarf samt enginn að segja mér að hann hafi gert það af eigin frumkvæði. Impregilio-menn hafa hingað til ekki farið eftir reglum nema tilneyddir.
nóvember 21, 2004
KAAAAALT !!!
Það er búið að vera kalt í dag og í gær. Frostið fór í -16,3 núna seinni partinn í dag en var komin upp í -15 núna rétt áðan. Það er varla hægt að segja að það hafi hlýnað, en það virðist vera að draga eitthvað úr frostinu. Sem betur fer hefur veðrið verið mjög stillt og fallegt, en göngutúrar hafa verið lítið stundaðir af minni fjölskyldu þessa helgi.
Og mikið er ég fegin að vera hætt að reykja !
Það er ekki nema fyrir hraustmenni að reykja utandyra í svona frosti !
Og mikið er ég fegin að vera hætt að reykja !
Það er ekki nema fyrir hraustmenni að reykja utandyra í svona frosti !