desember 01, 2005
Fullveldisdagurinn
Í dag:
Héraðsdómarinn dró ríkisfánann að húni í morgun og þar blaktir hann enn.
Ég fór í sund og synti 850 metra á 25 mínútum.
Hringdi í mömmu, hún var að baka pönnukökur.
Ég svaraði 61. spurningu Viktors Arnars Ingólfssonar, vann og fæ bókina "Engin spor" senda í pósti.
Besta vinkona mín á afmæli - til hamingju Kristín !.
Ég er að fara að sækja nýja sófann minn og koma honum heim.
Höttur er að fara að spila við Njarðvík á eftir. Kemst vonandi á leikinn.
Segiði svo að dagarnir séu tilbreytingarlausir !
Segiði svo að dagarnir séu tilbreytingarlausir !
nóvember 30, 2005
Sófi
Ég keypti mér nýjan sófa í gær. Hef ekki keypt sófa síðan núverandi sófasett var keypt notað af bræðrunum Baldri og Braga árið 1990 eða 1991. Þeir voru þá búnir að eiga settið í meira en tíu ár og það var á því einn lítill blettur, sem "helvítið hann Siggi skildi eftir þegar hann kom einu sinni fullur og grútskítugur" eins og Bragi sagði. Gamla settið fær nýtt hlutverk á nýjum stað þar sem menn hugsa meira um andann en efnið.
Nýi sófinn kemur annað kvöld. Spennandi að sjá hvernig hann passar í stofuna.
Nýi sófinn kemur annað kvöld. Spennandi að sjá hvernig hann passar í stofuna.
nóvember 28, 2005
Stjörnuspáin
Ég var að tuða yfir því áðan að ég þyrfti að gera alla hluti sjálf og rakst svo á þessa klausu á mbl.is:
Vogin þarf að gera allt sjálf í dag. Brettu upp ermarnar. Sjálfstæð vinnubrögð hjálpa þér ekki einasta við að ná settu marki fyrr en ella, heldur eykur sjálfstraustið. Skilgreining þín á velgengni er ekki sú sama og annarra, en þeim þykir samt sem áður mikið til þess sem þú gerir koma.
Ég er vog.
Vogin þarf að gera allt sjálf í dag. Brettu upp ermarnar. Sjálfstæð vinnubrögð hjálpa þér ekki einasta við að ná settu marki fyrr en ella, heldur eykur sjálfstraustið. Skilgreining þín á velgengni er ekki sú sama og annarra, en þeim þykir samt sem áður mikið til þess sem þú gerir koma.
Ég er vog.
nóvember 27, 2005
Jólahlaðborð
Við vinnufélagarnir ásamt mökum fórum á jólahlaðborð á Skriðuklaustri í gærkvöldi. Það var ekki hægt að lýsa þeim kræsingum sem þar voru á borðum - alveg ofboðslega góður matur. Hér er matseðillinn.
Ég var sérstaklega hrifin af hreindýrapaté og svo kalkúnanum.
Bjarni vinnufélagi minn líkti málsverðinum við maraþonhlaup. Fara hægt af stað, halda síðan jöfnum hraða og klykkja út með endaspretti. Hann gaf svo sjálfur of mikið í á miðkaflanum og varð að játa sig sigraðan á endsprettinum. Aumingja hann !
Ég var sérstaklega hrifin af hreindýrapaté og svo kalkúnanum.
Bjarni vinnufélagi minn líkti málsverðinum við maraþonhlaup. Fara hægt af stað, halda síðan jöfnum hraða og klykkja út með endaspretti. Hann gaf svo sjálfur of mikið í á miðkaflanum og varð að játa sig sigraðan á endsprettinum. Aumingja hann !