<$BlogRSDURL$>

janúar 10, 2007

Prufur og kynningar 

Það er iðulega hægt að fá sýnishorn (prufur) af hinum ýmsu vörum í verslunum. Snyrtivöruprufur, ilmstrimlar, sósur, sýniseintök af bókum, ostur, kjöt, brauð og drykkir. Stærri vörur með 14-30 daga skilafresti, tölvur, sjónvörp og ég veit ekki hvað !
Þess vegna bað ég vinnufélaga mína, sem voru að fara í bankann (Glitni),að taka fyrir mig prufu ! Datt svona í hug að það væri hægt að fá svona poka með einni milljón, 30 daga skilafrestur, nú eða bara til eignar, svona til að koma manni á bragðið. Koma aftur og fá lánað og borga þá ofurvexti sem tíðkast á Íslandi !
Þeir komu til baka tómhentir, en sögðust hafa spurt fyrir mína hönd ! Viðbrögðin hefðu verið hin sömu og þegar ég nefndi það við yfirmann minn um daginn að það væri kominn tími á að fá almennilega kaffivél í vinnuna. Svona "Malar og hellir uppá"-maskínu sem kostar einhvern fimmtíuþúsundkall. "Hmmm, góð hugmynd" (en engin framkvæmd !!)

Ætla samt að fara í þennan sama banka á morgun eða hinn, just in case !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?