<$BlogRSDURL$>

ágúst 12, 2005

Örblogg 

Erum i Dusseldorf. Vedrid fint og lifid ljüft.

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia


ágúst 09, 2005

Skýrsla 

Laugardaginn 6. ágúst gekk ég ásamt 8 konum og 3 karlmönnum í Stórurð. Um Stórurð er annars bara eitt að segja: Hún er STÓRBROTIN !! Ég hef séð margar myndir þaðan, en upplifunin er svo sterk að það er engin leið að festa hana á filmu.
Þegar heim kom eftir 10 tíma ferðalag, var kjöt og kartöflur sett í ofn og síðan skundað í gufubað til nágrannanna. Það var ekki slæmt að sitja og finna þreytuna leysast upp og stífa vöðva slakna. Svo var skundað heim aftur (auðvitað bara hlaupið milli húsa á náttsloppum), í sturtu, borðað og svo beint að sofa.

Ég var ansi stíf í skrokknum í gær og finn aðeins fyrir vinstri kálfanum í dag, sennilega eftir gönguna á hálum kindagötum í brattri hlíðinni út dalinn.
Eins og sjá má í kommentum á heimasíðu félagsskaparins sem stóð fyrir ferðinni, var ég ekki ein um það að vera með strengi. Það var meira að segja verið að tala um að stofna bara "strengjasveit".

Í gærkvöldi var okkur svo boðið í Víðivelli til Mjallhvítar, þar sem tengdaforeldrar mínir og öll þeirra börn og nokkur tengda-, barna- og barnabarnabörn hittust og höfðu gaman af. Gerist ekki oft þegar engin tvö af börnunum búa í sama sveitarfélagi. Fljótsdalshérað, Fljótsdalur, Akureyri, Vestmannaeyjar og Dalvík - þetta er nú dreifingin í þeirri fjölskyldu. Annað en hjá mér, öll mín sex systkini búa í einu og sama sveitarfélaginu. Ég var sú eina sem komst út fyrir fjallahringinn.

Í dag var svo síðasti vinnudagur fyrir sumarfrí. Hann varð einhverjir tíu tímar. Það, og að frumburðurinn kom í heimsókn ásamt vinkonu sinni, varð til þess að enn er ekki byrjað að pakka niður fyrir Þýskalandsferð. Ef vel gengur á morgun að pakka og klára allt sem gera þarf, keyrum við kannski af stað annað kvöld. Annars bara á miðvikudaginn.

Nú eru réttir þrír sólarhringar í brottför.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?