<$BlogRSDURL$>

apríl 13, 2005

Ungur bloggari 

Gunnar Kristinn, vinur minn, er ungur bloggari. Hann er 10 ára og bjó í næsta nágrenni við mig í skóginum þangað til í fyrrasumar þegar fjölskyldan flutti á mölina. Ég hjálpaði honum að setja upp blogg í vetur og átti alveg eins von á að hann gæfist fljótlega upp á þessu, en svo er ekki. Hann skrifar inn nánast á hverjum degi og stendur sig eins og hetja. Honum þykir ákaflega skemmtilegt ef fólk skrifar í gestabókina hans og er með það sem hann kallar maraþon í gangi. Veit ekki alveg hvernig það gengur fyrir sig, reglurnar dálítið sveigjanlegar, spurning hver vinnur þetta maraþon ?

apríl 12, 2005

Annir 

Vinnan (laun ekki gefin upp)

Heimasíðugerð (laun - lítil sem engin)
Enduruppsetning á tölvu (góð laun - 20 andaregg, hangilæri og einn poki af pörtum)
Bæklingur um hreindýraveiði (laun - 1 líter af viskí, eða jafnvirði í öðrum miði)
Einkakennsla í stærðfræði 10. bekkjar (laun - ánægjuleg samskipti við frænku mína)
Myndvinnsla fyrir Rannveigu (bara skemmtilegt)
Ísskápsþrif(laun - engin, nema ánægjan af hreinum ísskáp)
Fara með bíl í eftirlit(bara leiðindi, en nauðsynlegt engu að síður)
Bloggtími lítill sem enginn.

Starfsmannaferð til London eftir viku - GAMAN GAMAN GAMAN

This page is powered by Blogger. Isn't yours?