október 03, 2003
Skiltin sem um ræðir eru listaverk eftir Valborgu Salóme Ingólfsdóttur og voru sett upp sem hluti af sýningu í Trjásafninu sumarið 1995. Skógræktin á Hallormsstað keypti verkið og það er því enn á Hallormstað. Því miður er ekki hægt að hafa það uppi vegna skemmdaráráttu vegfarenda, sagði skógarvörðurinn mér.
Hildigunnur var að spyrja um skilti við trjásafnið á Hallormsstað, þar sem voru myndir af fuglum og plöntum sem ekki hafa beinlínis við rök að styðjast. Eru sem sagt alger hugarburður listamannsins. Jón Guðmundsson er alveg saklaus af þessu uppátæki. Þetta er listaverk sem var á sýningu í trjásafninu fyrir einhverjum árum og var eftir einhverja konu, sem ég man ekki hvað heitir. Ætla samt að komast að því.
Jón hefur samt gaman af að leika sér með svona eins og svo margt annað.
Hérna er smá sýnishorn sem er reyndar úr gestabókinni heima hjá mér.
Jón hefur samt gaman af að leika sér með svona eins og svo margt annað.
Hérna er smá sýnishorn sem er reyndar úr gestabókinni heima hjá mér.
október 02, 2003
Ég var að flakka um bloggheima áðan og rak augun í umræðu um landafræði og skort á landafræðikunnáttu. Ég er sem betur fer, já, sem betur fer, af þeirri kynslóð sem lærði landafræði Íslands og Evrópu í barnaskóla. Ég held nefnilega að sú kynslóð sem fékk meiri fræðslu um Tansaníu en Ísland í samfélagsfræði í grunnskóla, hafi verið svikin um þau sjálfsögðu réttindi að fá fræðslu um sitt eigið land, sína eigin þjóð og sögu. Ég var að kenna í grunnskóla um þetta leyti, braut allar reglur og viðmið með því einu að hafa Íslandskort og kortabækur ýmis konar í stofunni þar sem börnin gátu skoðað og leitað uppi þau nöfn sem bar á góma. Þetta var ekki "in" á þeim tíma. Ég mátti heldur ekki kenna reikning, heldur áttu margföldunartaflan og það að taka til láns í frádrætti að "síast inn" hjá börnum, með því að kenna þeim mengjafræði. Bull, eins og svo margt annað í íslensku skólakerfi.
Annað sem ég sá þar: Nanna hefur aldrei komið austur á land og veit þess vegna ekki að Hallormsstaður er þéttbýli, ekki sveit.
Og Nanna, ef þú lest þetta, þér er hér með boðið í skoðunarferð um Hallormsstaðaskóg þegar (ekkert ef !!) þú kemur austur á land.
Annað sem ég sá þar: Nanna hefur aldrei komið austur á land og veit þess vegna ekki að Hallormsstaður er þéttbýli, ekki sveit.
Og Nanna, ef þú lest þetta, þér er hér með boðið í skoðunarferð um Hallormsstaðaskóg þegar (ekkert ef !!) þú kemur austur á land.
Eygló sem vinnur með mér á afmæli í dag. Hún er 35 ára.
Til hamingju - Eygló !
Við erum bara 6 sem vinnum hérna, ég, Eygló og svo fjórir ungir menn á bilinu 30-34 ára. Hún mætti með alveg æðislega köku í morgun og þar sem við sátum og kjömsuðum á góðgætinu, var farið að tala um aldur. Þeir voru að tala um að það færi nú að styttast í þessa tölu hjá þeim o.s.frv. Minn aldur kom til umræðu og var giskað á að ég væri svona 42-43, sem ég varð að játa að er töluvert vanmat.
Ég komst að því að fólk á þessum aldri, 30-35, gerir engan greinarmun á hvort fólk er 45 eða þess vegna 60. Þetta er sama viðhorfið og hjá unglingum sem telja alla yfir 20 vera "kalla og kellingar" og þá sem eru yfir 40 "ellismelli".
Þá fór ég að hugsa: Erum við mannfólkið kannski ekki fær um að gera okkur grein fyrir lengri tíma en svona 10 árum ? Lengist þessi tími eftir því sem við eldumst ?
Ég man að þegar ég var tvítug, fannst mér fólk sem var komið um fertugt, vera gamalt. Mér finnst ég hins vegar ekki vera gömul núna þó ég hafi orðið fertug fyrir nokkrum árum.
Til hamingju - Eygló !
Við erum bara 6 sem vinnum hérna, ég, Eygló og svo fjórir ungir menn á bilinu 30-34 ára. Hún mætti með alveg æðislega köku í morgun og þar sem við sátum og kjömsuðum á góðgætinu, var farið að tala um aldur. Þeir voru að tala um að það færi nú að styttast í þessa tölu hjá þeim o.s.frv. Minn aldur kom til umræðu og var giskað á að ég væri svona 42-43, sem ég varð að játa að er töluvert vanmat.
Ég komst að því að fólk á þessum aldri, 30-35, gerir engan greinarmun á hvort fólk er 45 eða þess vegna 60. Þetta er sama viðhorfið og hjá unglingum sem telja alla yfir 20 vera "kalla og kellingar" og þá sem eru yfir 40 "ellismelli".
Þá fór ég að hugsa: Erum við mannfólkið kannski ekki fær um að gera okkur grein fyrir lengri tíma en svona 10 árum ? Lengist þessi tími eftir því sem við eldumst ?
Ég man að þegar ég var tvítug, fannst mér fólk sem var komið um fertugt, vera gamalt. Mér finnst ég hins vegar ekki vera gömul núna þó ég hafi orðið fertug fyrir nokkrum árum.
september 30, 2003
Var að klára að taka upp kartöflurnar mínar og fékk að taka smá af gulrótum hjá tengdapabba í leiðinni. Það eru bestu gulrætur í heimi. Gulrætur eru líka bestar á fyrstu 24 tímunum eftir að þær eru teknar upp. Þær tapa mjög fljótt þessu allra besta bragði, þó þær séu vissulega góðar eftir það líka. Fer og fæ mér eina NÚNA.
Sumir dagar eru svo leiðinlegir og litlausir að það er ekkert skemmtilegt um að skrifa. Gærdagurinn var einn af þeim. Allt sem ég tók mér fyrir hendur rann einhvern veginn út í sandinn.
Ég var búin að forrita dálítinn stubb sem átti að smellpassa við það sem félagi minn var að gera. Það fór allt í klúður þegar við ætluðum að keyra þetta saman og er ennþá óleyst mál.
Ég lánaði birninum bílinn minn og ætlaði að fara á puttanum heim, labba svolítið í leiðinni og svoleiðis. Byrjaði þá ekki að hellirigna rétt upp úr hádeginu. Það er svo sem allt í lagi að labba í rigningunni ef maður hefur réttu græjurnar, en þær voru sem sagt heima.
Ég ætllaði að vinna svolítið í tölvunni minni þegar ég kom heim, en var þá orðin svo illa haldin af einhverri magakveisu að ég gerði ekki neitt.
Það á að strika svona daga út af dagatalinu !!
Ég var búin að forrita dálítinn stubb sem átti að smellpassa við það sem félagi minn var að gera. Það fór allt í klúður þegar við ætluðum að keyra þetta saman og er ennþá óleyst mál.
Ég lánaði birninum bílinn minn og ætlaði að fara á puttanum heim, labba svolítið í leiðinni og svoleiðis. Byrjaði þá ekki að hellirigna rétt upp úr hádeginu. Það er svo sem allt í lagi að labba í rigningunni ef maður hefur réttu græjurnar, en þær voru sem sagt heima.
Ég ætllaði að vinna svolítið í tölvunni minni þegar ég kom heim, en var þá orðin svo illa haldin af einhverri magakveisu að ég gerði ekki neitt.
Það á að strika svona daga út af dagatalinu !!
september 28, 2003
Í dag kom kona til mín eftir hádegið og af því hún var orðin leið á sínu verkefni og ég ekkert sérstakt að gera fórum við í gönguferð með myndavélina mína. Við vorum nefnilega að spjalla um þvottasnúrur um daginn og spá svolítið í hvað þær væru mismunandi og hvað þær væru oft skemmtilegt myndefni. Við fórum sem sé af stað og tókum myndir af öllum þvottasnúrum sem við fundum í Hallormsstaðasskógi.
Það var hægt að lesa ýmislegt út úr þessum myndum. Nokkur dæmi:
Allt hornrétt, rauðmálaðir staurar og línurnar í stíl.
- - Vinstrisinnað menntafólk, kennari og verkfræðingur.
Snúra á einum staur, klemmurnar af ýmsum gerðum, hæsti punktur 160 cm.
- - hljóta að vera Hobbittar sem búa þarna.
Snúra á einum staur, línurnar trosnaðar og allt að fara á kaf í gras.
- - Konan fékk sér þurrkara í fyrra.
Einn staur - hinn endinn bundinn í tré. Handklæðunum á snúrunni raðað eftir stærð.
- - Hússtjórnarkennari sem vill hafa náttúrulegt umhverfi í kringum sig.
Á eftir að vinna úr þessu efni og ef mér finnst það nógu gott, set ég kannski upp sýningu á vefnum.
Það var hægt að lesa ýmislegt út úr þessum myndum. Nokkur dæmi:
Allt hornrétt, rauðmálaðir staurar og línurnar í stíl.
- - Vinstrisinnað menntafólk, kennari og verkfræðingur.
Snúra á einum staur, klemmurnar af ýmsum gerðum, hæsti punktur 160 cm.
- - hljóta að vera Hobbittar sem búa þarna.
Snúra á einum staur, línurnar trosnaðar og allt að fara á kaf í gras.
- - Konan fékk sér þurrkara í fyrra.
Einn staur - hinn endinn bundinn í tré. Handklæðunum á snúrunni raðað eftir stærð.
- - Hússtjórnarkennari sem vill hafa náttúrulegt umhverfi í kringum sig.
Á eftir að vinna úr þessu efni og ef mér finnst það nógu gott, set ég kannski upp sýningu á vefnum.
Fór á Norðfjörð í gær að setja upp tölvu fyrir pabba. Það gekk alveg skammlaust en tók sinn tíma eins og gengur.
Var svo heppin að lenda í barnaafmæli - nafna mín á afmæli á morgun - verður 7 ára. Í afmælinu voru frænkur mínar á ýmsum aldri - vöxturinn svipaður hjá þeim flestum, grannar og hávaxnar og matarlystin alveg ótrúleg. Það kom einmitt til tals að þær sverðu sig í ættina. Því var einmitt velt upp að forfaðir okkar var tekinn fyrir sauðaþjófnað, oftar en einu sinni, og var sendur á Brimarhólm í þrældóm fyrir vikið. Honum tókst að flýja þaðan og komst í skip til Íslands. Prestur nokkur skaut yfir hann skjólshúsi og falsaði færslu í kirkjubækur, þannig að sauðaþjófurinn fékk nýtt nafn og nýtt líf. Eftir prestinum var svo haft að forfaðir minn hafi ekki verið vondur maður, bara sísvangur.
Var svo heppin að lenda í barnaafmæli - nafna mín á afmæli á morgun - verður 7 ára. Í afmælinu voru frænkur mínar á ýmsum aldri - vöxturinn svipaður hjá þeim flestum, grannar og hávaxnar og matarlystin alveg ótrúleg. Það kom einmitt til tals að þær sverðu sig í ættina. Því var einmitt velt upp að forfaðir okkar var tekinn fyrir sauðaþjófnað, oftar en einu sinni, og var sendur á Brimarhólm í þrældóm fyrir vikið. Honum tókst að flýja þaðan og komst í skip til Íslands. Prestur nokkur skaut yfir hann skjólshúsi og falsaði færslu í kirkjubækur, þannig að sauðaþjófurinn fékk nýtt nafn og nýtt líf. Eftir prestinum var svo haft að forfaðir minn hafi ekki verið vondur maður, bara sísvangur.