<$BlogRSDURL$>

janúar 05, 2006

Þorrablót 2006 

Fyrsti fundur í nefndinni var í gærkvöldi. Gekk bara vel, þrátt fyrir að töluvert vantaði upp á að allir mættu. Mér sýnist við samt vera með hörkulið, blandað úr öllum áttum.
Næg verkefni framundan. Þarf að panta hljómsveit í dag, tala við væntanlegan söngstjóra, finna einhvern sem er til í að vinna á barnum og panta laufabrauð í bakaríinu.
Erum svo heppin að í nefndinni er vanur kokkur sem tekur matarmálin að sér að mestu leyti.
Blótið verður svo haldið föstudaginn 3. febrúar á Iðavöllum.

janúar 02, 2006

Dannadagur 

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir liðið bloggár !
Áramótin voru róleg og friðsæl á mínu heimili. Við vorum bara tvö heima hjónin, en nágrannar okkar snæddu með okkur á gamlárskvöld. Synirnir dvöldu báðir hjá stúlkum sem þeir eru í sambandi við, annar í Eyjum, hinn á Eskifirði.

Það er mikið að gera í vinnunni og að auki er ég ábyrg fyrir því að kalla saman þorrablótsnefnd í sveitinni. Það er allt að hafast, fyrsti fundur á miðvikudagskvöldið.

Og í dag á Danni bróðir afmæli - aldurinn 45 ár - til hamingju !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?