<$BlogRSDURL$>

ágúst 26, 2005

Komin á klakann 

Jæja, þá erum við komin á klakann aftur eftir langa og viðburðaríka ferð um Þýskaland og helstu nágrannaríki, Sviss, Austurríki og Lichtenstein. Ég held að það væri að æra óstöðugan að reyna að segja ferðasöguna hér. Aðalatriðið er að við skemmtum okkur vel, sáum margt sem við höfðum ekki séð áður og kynntumst hóp af skemmtilegu fólki sem ferðaðist með okkur þennan tíma. Ekki ólíklegt að við eigum eftir að halda sambandi við einhverja úr þeim hópi.
Við upplifðum alls konar veður, urðum vitni að flóðunum í Ölpunum þótt við reyndum ekkert slíkt á eigin skinni og komum heim sólbrennd og sæl.
Ýmsa staði sem við komum á, langar mig að heimsækja aftur, t.d. München, Düsseldorf, Cochem, Zürich og Vaduz í Lichtenstein. Það er ekki hægt að gera allt á tveim vikum, en við fórum ansi víða og upplifðum svo margt, að það er eins og þetta hafi verið tveir mánuðir en ekki tvær vikur.
Núna erum við í Reykjavík, förum væntanlega heim á morgun og svo tekur hversdagsleikinn við á mánudaginn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?