maí 21, 2007
Sólin skín ...
Það er sólskin í dag, en ekki sérlega hlýtt þrátt fyrir það.
Það er búið að vera heilmikið að gerast undanfarna daga. Björninn minn var heima, það var haldið ball í Valaskjálf í fyrsta sinn í langan tíma, ég heimsótti Steinasafn Petru á Stöðvarfirði, verið er að planleggja ferðir í ýmsar áttir, en ekkert endanlega ákveðið enn og svo ég ætla ekkert að vera að tjá mig um það hér.
Það sem er neikvætt er að sundlaugin er lokuð vegna viðgerða og hreinsunar í 3 daga. Ég verð orðin illa farin af sundleysi þá. Ætti ég kannski að skreppa í laugina á Eskifirði ? Þessa sem þeir kalla Efnalaugina. Veit ekki, er ekkert sérstaklega spennt. Kannski laugin á Hallormsstað sé í gangi og hægt að smygla sér þangað. Best að tékka á því.
Það er búið að vera heilmikið að gerast undanfarna daga. Björninn minn var heima, það var haldið ball í Valaskjálf í fyrsta sinn í langan tíma, ég heimsótti Steinasafn Petru á Stöðvarfirði, verið er að planleggja ferðir í ýmsar áttir, en ekkert endanlega ákveðið enn og svo ég ætla ekkert að vera að tjá mig um það hér.
Það sem er neikvætt er að sundlaugin er lokuð vegna viðgerða og hreinsunar í 3 daga. Ég verð orðin illa farin af sundleysi þá. Ætti ég kannski að skreppa í laugina á Eskifirði ? Þessa sem þeir kalla Efnalaugina. Veit ekki, er ekkert sérstaklega spennt. Kannski laugin á Hallormsstað sé í gangi og hægt að smygla sér þangað. Best að tékka á því.