<$BlogRSDURL$>

febrúar 24, 2005

Mjallhvít amma 

Bara svona fyrir ykkur sem þekkið Mjallhvíti - Erlingur sonur hennar er með blogg og þar er að finna myndir af dóttur hans, ömmubarni Mjallhvítar.

febrúar 23, 2005

Skyrkenndur 

Það var umfjöllun í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvölldum um skyr.is drykki Mjólkurbús Flóamanna. Varan hefur slegið í gegn og ekki að ástæðulausu, ágætis drykkur, sem minnir töluvert á skyrsúpuna sem mamma bjó stundum til í den. Í umfjöllun RÚV var talað um skyrkennda drykki og datt þá upp úr bóndanum: "Ætli maður geti orðið svona skyrkenndur af þeim" ?

Sumum er ekki viðbjargandi !!

febrúar 21, 2005

Nýr tengill 

Tjörvi bloggar ! Og það sem meira er, hann er kominn með link á mig !

Svara í sömu mynt, sjáumst í næstu viku !

febrúar 20, 2005

Konudagur 

Bóndinn hefur í fyrsta skipti tvær konur á heimilinu á konudegi. Móðir mín er búin að vera hjá mér síðan á föstudag og við búnar að bralla ýmislegt. Skreppa í Víðivelli til Mjallhvítar, fara í göngutúr í skóginum, kíkja í fatabúðir og fleira í þeim dúr. Pabbi fór suður á föstudaginn. Hann er að fara í hjartaþræðingu - eða eitthvrt svona spottaverk - eins og hann orðaði það.
Annars eru þetta bara ljúfir dagar, veðrið meinlítið, tiltölulega lygnt veður, mikið að gera í vinnunni og félagslífið hefur dalað dálítið í bili. Rætist vonandi úr því.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?