<$BlogRSDURL$>

september 03, 2004

Aftur heima ... 

Þá er ég komin heim aftur úr höfuðborginni. Til að gera langa sögu stutta varð niðurstaða ferðarinnar afgerandi: Ég fer í aðgerð eftir tvær vikur. Ekki meira um það.
Annað sem upp úr stendur eftir ferðalagið er sú staðreynd að í höfuðborginni á ég marga góða vini og við svona aðstæður gott að eiga góða að.
Er annars þreytt, skrifa meira seinna.

ágúst 30, 2004

Á faraldsfæti 

Á morgun ætla ég að fljúga suður og hitta þar mann út af hundi, eða lækni út af bakinu á mér, hvort heldur er vænlegra til árangurs. Ætla líka að heilsa upp á fjölskylduna í Hamrahlíðinni, sem fyrir skömmu fluttu á mölina. Verður gaman að hitta þau öll.
Björninn og Eyjastúlkan ætla að skreppa í vikufrí til Spánar og björninn fer akandi suður á morgun ásamt Pétri vini sínum. Eyjastúlkan fór heim á fimmtudaginn og kemur upp á land á morgun og þessi þrjú fljúga svo á út miðvikudagsmorgun.
Frumburðurinn er að skipta um vinnustað, yfirgefur Húsasmiðjuna og fer að vinna hjá VST á austurlandi. Skilst að aðalverkefnið verði að mæla fyrir álveri á Reyðarfirði.
Bóndinn verður heima, enda í mörg horn að líta, nú þegar styttist í að kosið verði til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Hef rökstuddan grun um að hann ætli sér að ráða þar ýmsu.
Veit ekki hversu lengi ég þarf að dvelja í borginni - en reikna ekki með að skrifa meira hér fyrr en ég kem heim aftur.

Rakst á alveg þrælskemmtilegt blogg í dag - hjá tannsmiðnum Carolu. Splæsti á hana link, ásamt hinni vestfirsku Hörpu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?