<$BlogRSDURL$>

september 01, 2006

Námsmey í helgarleyfi 

Þá er búin fyrri vikan af tveimur á Hvanneyri. Námið hið skemmtilegasta, töluverð vinna en bara gaman að því. Brá mér í borgina á mánudaginn, í saumaklúbb hjá einni af mínum gömlu skólasystrum. Fiskisúpan var mjög góð og súkkulaðikakan hreint út sagt frábær. Best var samt að hitta þessar gömlu vinkonur, en við höfum þekkst í 30 ár eða þar um bil.
Ég uppgötvaði mér til mikillar gleði að sundlaugin í Borgarnesi er góður staður. Búin að fara þangað tvisvar, í bæði skiptin í lok langs vinnudags, og komið endurnærð til baka.
Núna er ég komin til borgarinnar, ætla að dvelja þar fram á sunnudag, en þá er ferðinni heitið aftur upp á Hvanneyri.

ágúst 28, 2006

Borgarfjarðarblogg 

Þá er ég komin á Hvanneyri eftir nokkurra daga dvöl í Hafnarfirði. Ömmuhlutverkið hefur verið í hávegum, ásamt þátttöku í skógarmannafundum og skemmtunum. Framundan er námskeið hér í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri – auðvitað tölvutengt – hvað annað. Internetsamband er með slappara móti í herbergiskytrunni sem ég hef til afnota þessa daga sem ég verð hér og því ekki líklegt að ég láti mikið í mér heyra meðan ég dvel hér.

Í dag, þ.e. 28. ágúst, eiga þeir afmæli frumburðurinn minn og frumburður móður minnar - Steini stóri bróðir - Til hamingju með daginn, báðir tveir !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?