<$BlogRSDURL$>

júní 13, 2006

Brrr.... 

Ég stóð í þeirri meiningu að það væri komið sumar. Það var að vísu komin kalsarigning þegar ég fór heim úr vinnunni í gær, en það er nú allt í lagi. Í morgun var hins vegar grátt niður í miðjar hlíðar og það er ekki ásættanlegt á þessum árstíma.

júní 12, 2006

Fjölgun Melaranna 

Ég var (og er stundum enn) kölluð "Tóta á Melnum" því foreldrar mínir búa á Kirkjumel og þar ólst ég upp ásamt 7 systkinum mínum. Gamlir Norðfirðingar kalla okkur systkinin gjarnan " á Melnum" til aðgreiningar frá öðrum.
Síðar var farið að tala um "Melarana", þessa stóru fjölskyldu mína, sem er stór bæði í merkingunni "fjölmenn" og svo einstaklingarnir sjálfir, hver og einn. Meðalhæð bræðra minna (5) var einhvers staðar á bilinu 190-200 cm. Afkomendurnir eru orðnir töluvert margir og fjölgar stöðugt. Nú síðast fæddist Hálfdani bróðursyni mínum og Erlu konu hans, sonur. Það er þriðja barnabarnabarn foreldra minna á rúmum þrem mánuðum. Til hamingju öll !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?