ágúst 02, 2003
Undir miðnættið í gær fór ég ásamt bóndanum og nágrannanum á veiðar. Markmiðið var að útrýma einu geitungabúi niðri í Atlavík og öðru af húsinu hjá Lárusi - nágranna okkar. Mitt hlutverk: "To drive the getaway car". Farið var af stað þegar komið var fram undir miðnætti en þegar við komum niður í vík, hittum við fyrir náunga sem starfaði áður sem meindýraeyðir. Hann tók völdin í sínar hendur, þóttist nú aldeilis kunna þetta en gekk ekki betur en svo að hópur árasargjarnra íbúa streymdi út og hann átti fótum fjör að launa. Þá tók bóndinn til sinna ráða, íklæddist skinnhönskum, flugnaneti og fór af stað með eldfæri og startspray og flamberaði heimkynni þessa ættflokks. Í morgun fórum við svo niðureftir til að fjarlægja leifarnar en þá var hópurinn sem slapp ekki neitt ánægður með það. Við frestuðum því aðgerðum til kvöldsins.
Eftir ævintýrin í víkinni var haldið heim og sest á rökstóla. Ekki var hægt að beita eldi, þar sem búið var innundir viðarklæðningu íbúðarhússins. Eftir nokkra umhugsun var farið með polyurethankvoðu og útgönguleiðinni lokað. Því næst var dælt ether og öðrum slævandi efnum inn í búið gegnum granna pípu. Þegar ekki heyrðist lengur suð í kúlunni, var allt draslið skafið utan af húsinu og sett í svartan ruslapoka og límt vandlega fyrir. Það sem hrundi til jarðar og hreyfðist ennþá var aflífað með öðrum ráðum.
Svona leit það út í dagsbirtunni í gær:
Að lokum var farið í kaffi og dálítið af koníaki, svona rétt til að fagna vel unnu verki.
Eftir ævintýrin í víkinni var haldið heim og sest á rökstóla. Ekki var hægt að beita eldi, þar sem búið var innundir viðarklæðningu íbúðarhússins. Eftir nokkra umhugsun var farið með polyurethankvoðu og útgönguleiðinni lokað. Því næst var dælt ether og öðrum slævandi efnum inn í búið gegnum granna pípu. Þegar ekki heyrðist lengur suð í kúlunni, var allt draslið skafið utan af húsinu og sett í svartan ruslapoka og límt vandlega fyrir. Það sem hrundi til jarðar og hreyfðist ennþá var aflífað með öðrum ráðum.
Svona leit það út í dagsbirtunni í gær:
Að lokum var farið í kaffi og dálítið af koníaki, svona rétt til að fagna vel unnu verki.
ágúst 01, 2003
Verslunarmannahelgin er framundan. Ég ætla að vera heima - geri það yfirleitt um þessa helgi. Mesta lagi að ég skreppi á Norðfjörð og kíki á fólkið ef veðrið verður skaplegt. Björninn ætlar á Akureyri - HallóHallóHalló - en frumburðurinn getur ekki ákveðið sig, enda nýbúinn að djamma í heila viku í Færeyjum. Verður sennilega heima í sólbaði eða í sófanum fyrir framan sjónvarpið eftir því hvort hentar betur veðurfarslega. Ætlar samt að skreppa á Stuðmannaball á Norðfirði á sunnudagskvöldið.
Ég fékk nefnilega upp í háls af útihátíðum þegar ég var að vinna á Atlavíkursamkomum á níunda áratug síðustu aldar. Sérstaklega er hátíðin 1983 mér minnisstæð, en þá voru fluttir heilu rútufarmarnir af unglingum allt niður í 13-14 ára börn í Atlavík. Það voru óteljandi uppákomur þessa helgi sem urðu þess valdandi að ég hét því að koma aldrei nálægt svona samkomum framar, slagsmál, brennivínsdauði, kuldi og vosbúð voru einföldu atriðin sem hægt var að grípa inn í og bjarga. Hin málin, nauðganir, þjófnaðir, tilraunir til sjálfsvíga, eiginmenn að berja konur og jafnvel börn, ung börn sem skilin voru eftir ein í tjöldum meðan foreldrarnir voru einhvers staðar á fylleríi, allt þetta var þagað í hel.
ALDREI, ALDREI skal ég standa að, fara á eða eiga á annan hátt aðild að samkomu af þessu tagi. OG HANA NÚ !!!
Ég fékk nefnilega upp í háls af útihátíðum þegar ég var að vinna á Atlavíkursamkomum á níunda áratug síðustu aldar. Sérstaklega er hátíðin 1983 mér minnisstæð, en þá voru fluttir heilu rútufarmarnir af unglingum allt niður í 13-14 ára börn í Atlavík. Það voru óteljandi uppákomur þessa helgi sem urðu þess valdandi að ég hét því að koma aldrei nálægt svona samkomum framar, slagsmál, brennivínsdauði, kuldi og vosbúð voru einföldu atriðin sem hægt var að grípa inn í og bjarga. Hin málin, nauðganir, þjófnaðir, tilraunir til sjálfsvíga, eiginmenn að berja konur og jafnvel börn, ung börn sem skilin voru eftir ein í tjöldum meðan foreldrarnir voru einhvers staðar á fylleríi, allt þetta var þagað í hel.
ALDREI, ALDREI skal ég standa að, fara á eða eiga á annan hátt aðild að samkomu af þessu tagi. OG HANA NÚ !!!
júlí 31, 2003
Í gær fórum við "Gleðikonur" í gönguferðina sem frestað var í síðustu viku. Í för voru 10 innvígðar gleðikonur, ein sem er að kynna sér starfsemina og ein af annarri tegund, nefnilega tíkin Perla. Er skemmst frá því að segja að við gengum, spjölluðum og skemmtum okkur vel. Má gott heita ef ekki hafa heyrst hlátrasköll um fjórar nærliggjandi sveitir og jafnvel alla leið í Egilsstaði.
Ákvörðun var tekin um að búa til vefsíðu gleðikvenna og er nú kominn hlekkur á hana hér til hliðar. Vænti ég þess að margar gleðikonur verði framvegis virkar í að tjá skoðanir sínar og segja frá starfseminni.
Ákvörðun var tekin um að búa til vefsíðu gleðikvenna og er nú kominn hlekkur á hana hér til hliðar. Vænti ég þess að margar gleðikonur verði framvegis virkar í að tjá skoðanir sínar og segja frá starfseminni.
júlí 30, 2003
Ég var að tala um starfsmenn símans í fyrradag. Ég er búin að komast að því hvað þeir voru að gera þarna í hlaðinu hjá mér á mánudaginn. Þeir voru að leita að vatnslögninni því það er alveg ófært að ná ekki að grafa neitt í sundur þegar verið er í svona lagnavinnu. Það tók 10 kalla 5 tíma í yfirvinnu, en það tókst ! Í gærmorgun var vatnslaust hjá Skógræktinni og kom í ljós að þeir höfðu vökvað garðinn hjá mér ótæpilega - NEÐAN FRÁ - !! Vatnslögnin í sundur, mjög snyrtilega, rétt fyrir ofan húsið hjá mér.
Finnst ykkur þetta nú hægt !!
Pabbi minn á afmæli í dag - hann er bara 76 ára og alveg eldhress. Fór um daginn í 4 daga gönguferð og hvíldi sig síðan einn dag og fór þá í aðra dagsferð. Fyrir mann sem fékk hjartaáfall og fór í aðgerð fyrir örfáum árum er þetta GOTT !
Á eftir ætla ég að fara í gönguferð sem var frestað á síðasta miðvikudag - með Gleðikvennafélaginu - það verður örugglega "glatt á hjalla".
Finnst ykkur þetta nú hægt !!
Pabbi minn á afmæli í dag - hann er bara 76 ára og alveg eldhress. Fór um daginn í 4 daga gönguferð og hvíldi sig síðan einn dag og fór þá í aðra dagsferð. Fyrir mann sem fékk hjartaáfall og fór í aðgerð fyrir örfáum árum er þetta GOTT !
Á eftir ætla ég að fara í gönguferð sem var frestað á síðasta miðvikudag - með Gleðikvennafélaginu - það verður örugglega "glatt á hjalla".
júlí 28, 2003
Það er sem sagt verið að leggja ljósleiðara gegnum hlaðið hjá mér - ef mér gremst við virkjunarmenn eða bara Fljótsdælinga, fer ég út með skóflu og járnsög, gref kapalinn upp og saga hann í sundur !!
Ég hélt áðan að það væri komið stríð !! Ég kom heim úr vinnunni, dauðþreytt því það er svo langt síðan ég hef verið í vinnunni heilan dag (eða þannig). Lagði mig í stofusófann, enginn heima nema ég. Hrökk svo upp við það að stór jeppi keyrði næstum inn um dyrnar hjá mér, ég leit út og þar voru alls konar gröfur, hjólaskóflur og hvað þetta heitir nú allt. Skítugir karlar kjaftandi og reykjandi - allir sem einn stóðu og gerðu ekkert, en öll tækin og vélarnar voru í gangi. Ég var samt mest hissa að sjá að ein grafan enn kom keyrandi, 4-5 kallar stukku upp í skófluna á gröfunni og hún keyrði síðan í burtu, en kom fljótlega aftur með 2 kalla í skóflunni, einn aftan á og einn hangandi utan á eins og hann þarna lögreglustjórinn í leiðinlegu bandarísku þáttunum. Ég var farin að halda að það væri ekki alveg í lagi með þessa gaura, þar til ég sá flottan hvítan jeppa merktan "Síminn" í bak og fyrir. Eru þetta ekki týpísk vinnubrögð símamanna.
Ekki skrítið að enginn vilji kaupa þá !
Ekki skrítið að enginn vilji kaupa þá !
júlí 27, 2003
Ég fór í göngutúr - í 3 klukkutíma ! Frábært, þó það rigndi svolítið, skein sólin þess á milli og við, ég og vinkona mín, áttum góðan dag í skóginum og uppi í Bjargselsbotnum - sem án efa eru eitt best geymda leyndarmál Íslands.
Veiðimennirnir, bóndinn og tveir danskir strákar sem eru í starfsnámi hjá Skógrækt ríkisins, komu heim með 5 silunga. Silungarnir voru flakaðir, pönnusteiktir og etnir með kartöflum, salati og smjöri - og skolað niður með bjór frá ýmsum löndum.
Á morgun er það svo vinnan.
Veiðimennirnir, bóndinn og tveir danskir strákar sem eru í starfsnámi hjá Skógrækt ríkisins, komu heim með 5 silunga. Silungarnir voru flakaðir, pönnusteiktir og etnir með kartöflum, salati og smjöri - og skolað niður með bjór frá ýmsum löndum.
Á morgun er það svo vinnan.
Svo er sumarfríinu mínu lokið - ég þarf að fara að vinna á mánudaginn. Það verður erfitt - en ég er nú búin að vera í fríi mikið til í 6 vikur, svo ég þarf sennilega ekkert að kvarta.
Helgin, sem átti að vera rigning og fýla , kom á óvart. Ágætis veður - ekki alltaf sól og rigningarskúrir á nóttunni - en bara þægilegt.
Við grilluðum á föstudagskvöldið og Kristín vinkona mín og Guðmundur sonur hennar borðuðu með okkur. Meira að segja björninn minn mætti í desertinn - var sendur ofan af heiði að sækja eitthvað og ákvað að gista heima.
Í gær, laugardag, vorum við hjónin svo að vinna í garðhúsinu, klæddum eina hlið alveg og aðra að mestu leyti, settum á þakið að hluta til og náðum í meira efni. Frumburðurinn sá um matseld og þjónustu við okkur. Við notum ösp í klæðninguna, efni sem er ókantað og með berkinum á, þannig að það er töluverð vinna að hreinsa börkinn af. Verkfærin í það eru barkjárn (sem líkist hófjárni) og svo öxi. Ég er með blöðru í lófanum eftir öxina og ætla því að hvíla mig á þessu í dag. Bóndinn er að fara að veiða og ég ætla að fara í göngutúr upp í skóg á meðan. Ég nenni ekki að fara að veiða en ég er alveg til í að matreiða nýveiddan silung í kvölmatinn.
Ég skrapp með björninn minn inn á Grenisöldu áðan og sá þvílíkar breytingar er verið að gera á landslaginu þarna á heiðinni. Norðastafellið er að breytast í holu, því þar er látlaust sprengt grjót og malað í vegfyllingar, sneiðingarnir upp úr Fljótsdalnum skera hlíðina í ótal hlykkjum og sífellt kveða við sprengingar, bæði úr malarnáminu og úr Teigsbjarginu þar sem Ítalirnir eru að bora aðkomugöngin.
Sólin skín, farin út að njóta blíðunnar.
Við grilluðum á föstudagskvöldið og Kristín vinkona mín og Guðmundur sonur hennar borðuðu með okkur. Meira að segja björninn minn mætti í desertinn - var sendur ofan af heiði að sækja eitthvað og ákvað að gista heima.
Í gær, laugardag, vorum við hjónin svo að vinna í garðhúsinu, klæddum eina hlið alveg og aðra að mestu leyti, settum á þakið að hluta til og náðum í meira efni. Frumburðurinn sá um matseld og þjónustu við okkur. Við notum ösp í klæðninguna, efni sem er ókantað og með berkinum á, þannig að það er töluverð vinna að hreinsa börkinn af. Verkfærin í það eru barkjárn (sem líkist hófjárni) og svo öxi. Ég er með blöðru í lófanum eftir öxina og ætla því að hvíla mig á þessu í dag. Bóndinn er að fara að veiða og ég ætla að fara í göngutúr upp í skóg á meðan. Ég nenni ekki að fara að veiða en ég er alveg til í að matreiða nýveiddan silung í kvölmatinn.
Ég skrapp með björninn minn inn á Grenisöldu áðan og sá þvílíkar breytingar er verið að gera á landslaginu þarna á heiðinni. Norðastafellið er að breytast í holu, því þar er látlaust sprengt grjót og malað í vegfyllingar, sneiðingarnir upp úr Fljótsdalnum skera hlíðina í ótal hlykkjum og sífellt kveða við sprengingar, bæði úr malarnáminu og úr Teigsbjarginu þar sem Ítalirnir eru að bora aðkomugöngin.
Sólin skín, farin út að njóta blíðunnar.