<$BlogRSDURL$>

desember 06, 2006

Umferðarmerki 

Starfsmenn sveitarfélagsins voru að setja aftur upp biðskyldumerki á vegamótin hérna fyrir neðan húsið. Gatan var malbikuð í september og skiltið búið að liggja flatt í vegkantinum síðan.
En nú var drifið í þessu, skiltið sett upp, grafan og maðurinn með skófluna drifu sig burt og eftir stóð merkið. Og þá er spurningin:

Hvað er athugavert við þessa mynd ?


desember 04, 2006

Á mánudagsmorgni 

Á laugardagsmorguninn ákváðum við hjónin að velta ekki lengur vöngum yfir hvað ætti að gera við gólfið í eldhúsinu. Á því er 14 ára gamalt parkett sem bar þess full merki að hafa þolað áníðslu fjögurra manna fjölskyldu með öllu sem henni fylgir. Og við erum STÓR fjölskylda, meðalhæð okkar er nálægt 190 cm.
Við vorum búin að vera að velta fyrir okkur hvort við ættum að slípa og lakka gólfið eða bara skipta því út og setja nýtt og við ákváðum að slípa og lakka.
Bóndinn fór í kaupstað að ná í lakk og áhöld, ég eldaði til tveggja daga og setti í ísskápinn, flutti svo hann og önnur nauðsynleg eldhúsáhöld í annað herbergi og gekk frá öðru inn í skápa.
Þegar bóndinn kom heim, límdum við plastfilmu yfir alla innréttinguna eins og hún lagði sig og svo var byrjað að slípa.

Seinnipartinn í gær var svo 3. umferðin lökkuð og í dag verður gaman að sjá hvernig útkoman verður.

Ég var að fara í gegnum ýmislegt gamalt dót heima hjá mér og ég get sagt ykkur það að það voru margir dýrgripirnir sem komu upp í hendurnar á mér þar.
Nokkur dæmi:
  • Fyrstu myndirnar sem teknar voru af yngri syni okkar og ég taldi hafa glatast í flutningum árið 1990.

  • Margir árgangar af skólablaðinu Hlyn, sem gefið hefur verið út í Hallormsstaðaskóla árum saman.

  • Safn póstkorta sem ágætur maður sendi okkur og í dag yrðu sennilega flokkuð undir einelti.

  • Smásögur og ljóð eftir sama mann.

  • Kveðskapur af ýmsu tagi, limrur og lausavísur, gjarnan einhver kerskni í þeim fólgin.

  • Söngbækur af ýmsu tagi frá ýmsum tilefnum s.s. afmælum og þorrablótum.

  • Teikningar minna barna og annarra, margar hverjar alveg dásamlegar.


  • Ég á nokkra kassa eftir og hver veit hvað þar leynist ?

    This page is powered by Blogger. Isn't yours?