febrúar 08, 2006
Blogg þeirra sem aldrei blogga !
Ég þarf að fara að taka til á tenglalistanum mínum. Stór hópur tenglanna vísa á síður sem ekki hafa verið uppfærðar svo mánuðum skiptir. Tiltekt framundan !!
Svo var ég að frétta að Rúnar vinur minn Ísleifsson og Valgerður kona hans eignuðust dreng á mánudaginn var. Til hamingju með það bæði tvö !
Svo var ég að frétta að Rúnar vinur minn Ísleifsson og Valgerður kona hans eignuðust dreng á mánudaginn var. Til hamingju með það bæði tvö !
febrúar 06, 2006
Ekki mitt blót !
Það voru tvær fréttir um óspektir þorrablótsgesta á mbl.is í dag. Í Hafnarfirði og á Ströndum. Ekki á mínu blóti, enda fór það í alla staði vel fram. Bendi á lýsingar Rannveigar og Önnu dóttur hennar máli mínu til stuðnings.