febrúar 06, 2004
Enn í Reykjavík, stefni ótrauð í saumaklúbb hjá Elsu í kvöld. Björninn minn er farinn til Eyja, skorinn á tveimur stöðum með hendina í gifsi og dálítið skakkur, þar sem taka þurfti beinvef úr mjöðminni á honum til að græða í handlegginn. Ég fæ bara hroll við tilhugsunina. Hvort aðgerðin hefur heppnast kemur væntanlega í ljós á næstu vikum.
Ég ætla mér svo að fljúga austur á morgun ef veðrið verður þá ekki eitthvað að ybba sig. Hitti ágætan mann á flugvellinum áðan, sem var á leið austur á þorrablót í Hjaltalundi og tók svo til orða "er til göfugra tilefni en það" ?
Ja, maður spyr sig !!
Ég ætla mér svo að fljúga austur á morgun ef veðrið verður þá ekki eitthvað að ybba sig. Hitti ágætan mann á flugvellinum áðan, sem var á leið austur á þorrablót í Hjaltalundi og tók svo til orða "er til göfugra tilefni en það" ?
Ja, maður spyr sig !!
febrúar 04, 2004
Jæja, komin til borgarinnar, Björninn í aðgerð þessa stundina og ég að drepa tímann.
Komst suður í gærkvöldi, eftir nokkur ævintýri. Fékk skilaboð - mæting 18:50 - og ég mætti. Tékkaði mig inn og beið róleg. Veðrið var snarvitlaust, svo það hefði ekkert komið á óvart að vélin hefði hætt við að lenda, en nei, þeir lentu með stæl. Þegar þeir reyndu að aka vélinni upp að flugstöðinni, snerist hún og þeir enduðu á að stoppa út á braut, farþegar og farangur keyrð út í vél, stysta rútuferð sem ég man eftir. Þar sátum við svo í 20 mín meðan verið var að afísa vélina. Flugið var fínt þegar við komumst í loftið, sem var ekki fyrr en rúmlega átta.
Ég svaf frekar lítið í nótt og er þess vegna að hugsa um að halla mér í tvo tíma núna - fer síðan upp á sjúkrahús seinnipartinn og tékka á piltinum.
Komst suður í gærkvöldi, eftir nokkur ævintýri. Fékk skilaboð - mæting 18:50 - og ég mætti. Tékkaði mig inn og beið róleg. Veðrið var snarvitlaust, svo það hefði ekkert komið á óvart að vélin hefði hætt við að lenda, en nei, þeir lentu með stæl. Þegar þeir reyndu að aka vélinni upp að flugstöðinni, snerist hún og þeir enduðu á að stoppa út á braut, farþegar og farangur keyrð út í vél, stysta rútuferð sem ég man eftir. Þar sátum við svo í 20 mín meðan verið var að afísa vélina. Flugið var fínt þegar við komumst í loftið, sem var ekki fyrr en rúmlega átta.
Ég svaf frekar lítið í nótt og er þess vegna að hugsa um að halla mér í tvo tíma núna - fer síðan upp á sjúkrahús seinnipartinn og tékka á piltinum.
febrúar 03, 2004
Það er búið að fresta fluginu - athugun kl. 17:00. Veðrið er samt skárra en í morgun. Kannski er flugfélagið bara að spara sér eina ferð !
Teljarinn minn er að nálgast 5000 síðan 8. nóvember 2003. Hver fær þá tölu upp á skjáinn ? Kvittaðu !
Teljarinn minn er að nálgast 5000 síðan 8. nóvember 2003. Hver fær þá tölu upp á skjáinn ? Kvittaðu !
Það snjóaði töluvert hérna á Héraðinu í gær. Aldrei þessu vant var meiri snjór inni í Fljótsdal og í Hallormsstaðaskógi en hérna útfrá. Ég fékk þau tíðindi rétt fyrir fimm að það þýddi víst ekkert fyrir konu á smábíl að reyna að fara uppeftir fyrr en búið væri að ryðja. En það reyndist vera bull. Ég er kona og ég á smábíl og ég var bara 15 mínútum lengur en venjulega á leiðinni. Ég fór svo auðvitað í vinnuna í morgun - á smábílnum og ennþá kona - og komst alla leið áfallalaust.
Ég er svo á leiðinni suður á eftir - vonandi að það sleppi til með flugið. Þeir eru búnir að vera að fljúga í morgun og engin ástæða til að ætla annað en að þeir haldi því áfram.
Björninn minn er kominn til Reykjavíkur, hann er farinn að hugsa eins og Eyjapeyji - tekur bara Herjólf - og sefur eins og steinn alla leiðina. Hann á að mæta í aðgerð snemma í fyrramálið. Vona bara að ég komist suður í dag.
Ég er svo á leiðinni suður á eftir - vonandi að það sleppi til með flugið. Þeir eru búnir að vera að fljúga í morgun og engin ástæða til að ætla annað en að þeir haldi því áfram.
Björninn minn er kominn til Reykjavíkur, hann er farinn að hugsa eins og Eyjapeyji - tekur bara Herjólf - og sefur eins og steinn alla leiðina. Hann á að mæta í aðgerð snemma í fyrramálið. Vona bara að ég komist suður í dag.
febrúar 01, 2004
Við hjónin komumst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu í gær að pönnukökurnar eyðilegðu matarlystina, því ætlunin var að elda góðan kvöldmat í tilefni dagsins. Og það gerðum við. Kjúklingabringur með hrígrjónum, grísku salati og góðri rjómasósu brögðuðust líka dæmalaust vel.
Svaramennirnir okkar komu svo í sína árlegu eftirlitsferð, til að skoða ástandið, hvort hjónabandið sé ekki í lagi osoleiðis. Þetta eru samviskusömustu svaramenn í heimi -koma alltaf og tékka á hlutunum. Svona eiga svaramenn að vera !!
Ég fleygi út korni til fuglanna af og til, en var farin að efast um að það hefði nokkurn tilgang, því kornið hefur oftast legið ósnert. Um hádegið í dag tók ég þó eftir einum ansi bústnum að raða í sig góðgætinu. Hann situr þarna enn - aleinn og búinn að éta svo mikið að hann getur ekki flogið. Ég fór út áðan og tók mynd af honum úr 2-3 metra fjarlægð. Hann skoppaði og snerist, en greinilega enn of saddur til að fljúga. Vona bara að hann verði ekki tófunni að bráð - það eru för eftir hana hér á lóðinni.
Svaramennirnir okkar komu svo í sína árlegu eftirlitsferð, til að skoða ástandið, hvort hjónabandið sé ekki í lagi osoleiðis. Þetta eru samviskusömustu svaramenn í heimi -koma alltaf og tékka á hlutunum. Svona eiga svaramenn að vera !!
Ég fleygi út korni til fuglanna af og til, en var farin að efast um að það hefði nokkurn tilgang, því kornið hefur oftast legið ósnert. Um hádegið í dag tók ég þó eftir einum ansi bústnum að raða í sig góðgætinu. Hann situr þarna enn - aleinn og búinn að éta svo mikið að hann getur ekki flogið. Ég fór út áðan og tók mynd af honum úr 2-3 metra fjarlægð. Hann skoppaði og snerist, en greinilega enn of saddur til að fljúga. Vona bara að hann verði ekki tófunni að bráð - það eru för eftir hana hér á lóðinni.