desember 15, 2006
Ömmudagur í Hafnarfirði
Er stödd í Hafnarfirðinum, amma að bjarga málunum þegar veikindi hrjá móðurina og próf hjá föðurnum.
Flaug suður í gær og er búin að vera í ömmuhlutverkinu síðan. Hún er nú algjört fyrirmyndareintak þessi litla dama. Hún horfði á mig alvarleg á svip í svona eina mínútu fyrst, en síðan er ekkert mál. Við erum búnar að dúlla og leika okkur, borða og drekka og nú er hún steinsofandi inni í rúmi og ég bíð bara eftir að hún vakni.
Best að fara og gera eitthvað gagn á heimilinu meðan hún sefur.
Annars er þetta stutt stopp núna. Fer austur aftur á morgun, en síðan er meiningin að koma hingað aftur milli jóla og nýárs.
Flaug suður í gær og er búin að vera í ömmuhlutverkinu síðan. Hún er nú algjört fyrirmyndareintak þessi litla dama. Hún horfði á mig alvarleg á svip í svona eina mínútu fyrst, en síðan er ekkert mál. Við erum búnar að dúlla og leika okkur, borða og drekka og nú er hún steinsofandi inni í rúmi og ég bíð bara eftir að hún vakni.
Best að fara og gera eitthvað gagn á heimilinu meðan hún sefur.
Annars er þetta stutt stopp núna. Fer austur aftur á morgun, en síðan er meiningin að koma hingað aftur milli jóla og nýárs.