<$BlogRSDURL$>

apríl 08, 2007

Páskafjör í skóginum ! 


Það er búið að vera býsna fjörugt í kotinu yfir páskana. Aðalskemmtikrafturinn er Heiður Ösp, sem er einstaklega skemmtileg og geðgóð stúlka (eins og hún á kyn til :)) !
Hún er dugleg að leika sér og farin að segja þó nokkur orð. Klukkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni - kukka, tittatt - svo er - sjáu, koddu, hæ, dudda - og þó nokkur fleiri sem eru eiginlega svona margnota. Eitt nýtt orð - iska - er notað yfir óróa sem hangir í stofunni og á eru margir og marglitir fiskar. Þennan óróa gáfu mér fyrrverandi samstarfsmenn mínir mér þegar ég hætti að vinna í Hallormsstaðaskóla, með þeim orðum að óróinn væri eins og þau; litrík og á eilífu flökti.

Gleðilega páska !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?