<$BlogRSDURL$>

apríl 30, 2005

Dimmission 

Undanfarnir dagar hafa verið dálítð óvenjulegir. Á fimmtudaginn var okkur hjónum boðið í mat á Hótel Héraði ásamt fleira fólki. Tilefnið var aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sem reyndar er búið að breyta í einkahlutafélag sem ber skammstöfunina HEF EHF. Maturinn var góður, forrétturinn grafnar gæsabringur, aðalréttur sverðfiskur og súkkulaðikaka í eftirrétt. Ég var að smakka sverðfisk í fyrsta skipti og fannast hann bara góður. Ekki voru allir sammála mér í því, þótti svolítið lýsisbragð af fiskinum.
Við fórum heim undir miðnættið - þurftum að vakna klukkan rúmlega fimm og koma okkur út í Egilsstaði til að hafa til morgunverð handa Birninum og hans skólafélögum, sem voru þessa nótt að skemmta sé við að vekja kennarana sína, syngja fyrir þá og svoleiðis.
Við elduðum hafragraut, hituðum kakó og kaffi og auðvitað brauð, álegg, ávextir og allt mögulegt fleira. Þegar hópurinn mætti tókum við á móti þeim með lýsi, sem þau urðu að skella í sig. Veitti ekki af, þar sem þau voru skjálfandi af kulda eftir að ferðast um á opnum trukkum í slyddu og kulda.
Þetta voru fyrirmyndar ungmenni, komu, borðuðu, sungu fyrir okkur og voru kurteis og indæl, þrátt fyrir að vera búina að vera á svalli alla nóttina.

Nú tekur við hjá þeim próflestur og að lokum útskrift 21. maí.

apríl 26, 2005

Gleðilegt sumar ! 

Ég var stödd í London á sumardaginn fyrsta og óskaði því fáum gleðilegs sumars nema vinnufélögunum, sem voru þarna með mér. Svo þegar ég er komin heim, eru allir búnir að gleyma því að það sé komið sumar og verða bara hálfhissa þegar ég óska þeim gleðilegs sumars. Dæmigert fyrir gullfiskaminni okkar Íslendinga.

Bóndinn klikkaði ekki á sínum hefðum. Að kvöldi síðasta vetrardags rakaði hann af sér skeggið, þrátt fyrir frumstæðar græjur á hótelherbergi í London.

Komin frá London 

Það var frábært í London með vinnufélögunum og þeirra mökum. Allt of langt að telja upp allt sem við gerðum þarna úti. Ég var að reyna að finna hápunktana, svona í huganum, en það komu upp svo margir að ég hætti að telja. Samt má nefna London Eye, We Will Rock You í Dominion Theatre, siglingu á Thames, föstudagskvöldið í Soho, veitingastaðinn Vecchi Milano á Henrietta Place, en þar borðuðum við á laugardagskvöldið.
Ég held að allir hafi verið mjög ánægðir með ferðina og komið ánægðir heim. Hendi kannski inn einhverjum myndum þegar ég er búin að skoða þær betur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?