júní 05, 2006
Ein flott
Mátti til með að setja inn mynd af Heiði Ösp sem tekin var á 3 mánaða afmælinu, þar sem hún sat í horninu á sófanum í fína sumarkjólnum sínum.
júní 04, 2006
Þriggja mánaða stúlka !
Heiður Ösp varð þriggja mánaða í gær. Litla fjölskyldan kom í heimsókn og eins og venjulega var sú stutta brosandi og hjalandi mest allan tímann.
Hvítasunna
Veðrið er ekki amalegt þessa dagana. Hitastigið er um og yfir 20 gráður þriðja daginn í röð. Kólnar samt illilega á nóttunni, því undanfarnar tvær nætur hefur farið niður undir eða niður fyrir frostmark á nóttunni. Það er ekki gott fyrir litlar plöntur sem eru byrjaðar að vaxa og því hefur þurft að breiða yfir þær á kvöldin. Þar sem starf bónda míns er að rækta svona plöntur, hefur hann verið í þessu umönnunarhlutverki.
Núna er verið að sá kartöflum og á eftir ætla ég að fara til Kötu í Sólskógum að ná mér í sumarblóm.
Hausstlaukarnir eru að koma upp og ég er farin að trúa því að sumarið sé komið.
Núna er verið að sá kartöflum og á eftir ætla ég að fara til Kötu í Sólskógum að ná mér í sumarblóm.
Hausstlaukarnir eru að koma upp og ég er farin að trúa því að sumarið sé komið.