<$BlogRSDURL$>

október 08, 2004

Heimasíðan tilbúin 

Þá er ég búin að koma þessari heimasíðu út á netið.

Best að skella sér í göngutúr áður en sólin sest.

Góða helgi !

Verkefnaval 

Ég hafði áhyggjur af því að ég yrði yfirkomin af leiðindum í þessu veikindaleyfi mínu. Það hefur ekki orðið raunin. Ég er búin að vera að dunda mér í ýmsum verkefnum sem ég annars hefði trúlega látið eiga sig.
Þar má nefna yfirfærslu á upptöku frá flaututónleikum, sem haldnir voru í Egilsstaðakirkju í júní sl, þar sem Jón Guðmundsson var í aðalhlutverki, á tölvutækt form og á geisladisk.
Hluti af þessum tónleikum var verkið "Lost in sveit" eftir Charles Ross, en það er samið við myndir eftir áðurnefndan Jón. Ég er að verða búin að setja saman vídeó-mynd úr þessu efni.
Ég hef verið að vinna ljósmyndir til útprentunar, mest mínar eigin en líka frá öðrum.
Ég skrifaði pistil í blað sem kemur út í næstu viku.
Ég er að búa til heimasíðu fyrir Héraðslistann vegna sveitarstjórnarkosninganna 16. október nk. Svæðið þeirra er ekki tilbúið ern ég set inn link hér um leið og síðan verður tilbúin.
Mest af þessu er ólaunað og bara gert til gamans. Best að halda áfram með heimasíðuna. Áfram X-L !!

október 06, 2004

Haustlægð 

Haustlitirnir eru foknir út í veður og vind, sér ekki í lóðina mína fyrir laufblöðum,sem í fyrradag skreyttu skóginn í ótal litbrigðum. Veðrið búið að vera hundleiðinlegt hér eins og annars staðar.
Talaði við pabba minn áðan. Hann sagði mér þær fréttir helstar að hann hefði farið í skoðun hjá lækninum sínum í morgun og fengið falleinkunn. Það væru sem sagt hverfandi líkur á því að hann dræpist á næstunni. Alltaf sama kaldhæðnin í gamla. Annars hafa þau svo mikið að gera í félagslífi eldri borgara að það líður varla dagur án þess að eitthvað sé um að vera. Leikfimi, gönguferðir, skemmtiferðir, spilaklúbbar og guð má vita hvað fleira. Frábært að fólk á þeirra aldri (75 og 76 ára) skuli njóta lífsins í þessum mæli.
Ég er enn í veikindafríi og verð það a.m.k þessa viku. Er að verða búin með "Lost in sveit" - verkefnið, en það er tölvuvinnsla á myndum eftir Jón Guðmundsson og tónlist eftir Charles Ross. Ekki ætlað til útgáfu heldur bara svona gæluverkefni - eitthvað sem gaman er að dunda við.
Getur annars einhver sagt mér hvort hægt er að converta "Windows Media Video"-formati yfir á DVD ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?