júlí 28, 2003
Ég hélt áðan að það væri komið stríð !! Ég kom heim úr vinnunni, dauðþreytt því það er svo langt síðan ég hef verið í vinnunni heilan dag (eða þannig). Lagði mig í stofusófann, enginn heima nema ég. Hrökk svo upp við það að stór jeppi keyrði næstum inn um dyrnar hjá mér, ég leit út og þar voru alls konar gröfur, hjólaskóflur og hvað þetta heitir nú allt. Skítugir karlar kjaftandi og reykjandi - allir sem einn stóðu og gerðu ekkert, en öll tækin og vélarnar voru í gangi. Ég var samt mest hissa að sjá að ein grafan enn kom keyrandi, 4-5 kallar stukku upp í skófluna á gröfunni og hún keyrði síðan í burtu, en kom fljótlega aftur með 2 kalla í skóflunni, einn aftan á og einn hangandi utan á eins og hann þarna lögreglustjórinn í leiðinlegu bandarísku þáttunum. Ég var farin að halda að það væri ekki alveg í lagi með þessa gaura, þar til ég sá flottan hvítan jeppa merktan "Síminn" í bak og fyrir. Eru þetta ekki týpísk vinnubrögð símamanna.
Ekki skrítið að enginn vilji kaupa þá !
Ekki skrítið að enginn vilji kaupa þá !