<$BlogRSDURL$>

júlí 30, 2003

Ég var að tala um starfsmenn símans í fyrradag. Ég er búin að komast að því hvað þeir voru að gera þarna í hlaðinu hjá mér á mánudaginn. Þeir voru að leita að vatnslögninni því það er alveg ófært að ná ekki að grafa neitt í sundur þegar verið er í svona lagnavinnu. Það tók 10 kalla 5 tíma í yfirvinnu, en það tókst ! Í gærmorgun var vatnslaust hjá Skógræktinni og kom í ljós að þeir höfðu vökvað garðinn hjá mér ótæpilega - NEÐAN FRÁ - !! Vatnslögnin í sundur, mjög snyrtilega, rétt fyrir ofan húsið hjá mér.

Finnst ykkur þetta nú hægt !!

Pabbi minn á afmæli í dag - hann er bara 76 ára og alveg eldhress. Fór um daginn í 4 daga gönguferð og hvíldi sig síðan einn dag og fór þá í aðra dagsferð. Fyrir mann sem fékk hjartaáfall og fór í aðgerð fyrir örfáum árum er þetta GOTT !

Á eftir ætla ég að fara í gönguferð sem var frestað á síðasta miðvikudag - með Gleðikvennafélaginu - það verður örugglega "glatt á hjalla".

This page is powered by Blogger. Isn't yours?