ágúst 23, 2003
Góða veðrið er ekki alveg búið að yfirgefa okkur. Sól og blíða, logn og 17 stiga hiti er ekki sem verst. Ég dreif mig á fætur tiltölulega snemma og fór út á pall. Þá heyrði ég í þyrlu, sem ekki er algengt hér í skóginum. Hún flaug yfir og ég hugsaði með mér að nú væri verið að fara með einhverja merkismenn inn að Kárahnjúkum. En, nei hún kom aftur og sveimaði fram og aftur í hlykkjum og sveigum yfir skóginum í u.þ.b. hálftíma.
Hver skyldi hafa leigt þyrlu til að vekja alla, sem hér búa og gista, fyrir kl. 10 á laugardagsmorgni ???
Maður spyr sig !!
Hver skyldi hafa leigt þyrlu til að vekja alla, sem hér búa og gista, fyrir kl. 10 á laugardagsmorgni ???
Maður spyr sig !!