ágúst 17, 2003
Ormsteiti hófst með látum á föstudagskvöld.
Ég kíkti aðeins á setninguna, hlustaði á bæjarstjórann og hljómsveitina Litríka postula. Þeir eru frumlegir þessir pjakkar. Tveir söngvarar og einn kassagítarleikari - lögin fara batnandi en textarnir þeirra eru frábærir. Skemmtilegur húmor í gangi. Ég skemmti mér vel, ekki síst við að horfa á viðbrögð áhorfenda - sumir vissu ekki alveg hvernig átti að taka þessu. Nefni engin nöfn í því sambandi.
Ég lét skrúðgöngu með orminn í farabroddi eiga sig og dreif mig heim.
Í gær fór ég á Vopnafjörð að heimsækja Laufey frænku - hún er 93 ára og er alveg ótrúleg manneskja. Hún er einhleyp og hefur alla tíð verið það. Hefur alveg þar til síðastliðið haust séð um sig sjálf og búið ein í sínu koti, Bjarmalandi. Í fyrrahaust datt hún og beinbrotnaði og var flutt á Vopnafjörð í framhaldi af því. Ég þekki enga mannveru sem er meiri karlremba en hún - hún veit ekki hvað þessar kerlingar halda að þær séu: Hún sagði m.a. að Stjáni (hver sem það nú er) hefði orðið svo lasinn núna í vikunni að hann hefði farið til læknis. Hann þyrfti samt örugglega að fara aftur til alvöru læknis því þessi stelputuðra væri náttúrulega enginn læknir !! Það var sem sagt einhver kona að leysa fastalækninn af í sumarfríi.
En hún er engu að síður skemmtileg, gamla frænka mín. Kaldhæðni er hennar aðalsmerki. Ég færði henni nokkrar myndir af börnum í fjölskyldunni, því ég veit að hún hefur mjög gaman af að skoða þær og sýna öðrum. En í gær sagði hún: Hvað á ég að gera með þetta? Fóðra kistuna mína að innan með þessu ? Ég svaraði henni bara í sömu mynt, hún gæti bara dundað sér við að troða þessu út um rifurnar á kistunni, sama væri mér ! Þar með vorum við komnar á beina braut í okkar spjalli.
Í dag er Hallormsstaðardagur Ormsteitis. Á dagskrá er hjólabátakeppni, skógarganga, keðjusagarblús, vísnatónleikar Aðalsteins Ásbergs og fjöldasöngur í Atlavík ásamt ýmsu fleiru. Veðrið er fínt og ekki ástæða til að ætla annað en þetta verði skemmtilegt.
Ég kíkti aðeins á setninguna, hlustaði á bæjarstjórann og hljómsveitina Litríka postula. Þeir eru frumlegir þessir pjakkar. Tveir söngvarar og einn kassagítarleikari - lögin fara batnandi en textarnir þeirra eru frábærir. Skemmtilegur húmor í gangi. Ég skemmti mér vel, ekki síst við að horfa á viðbrögð áhorfenda - sumir vissu ekki alveg hvernig átti að taka þessu. Nefni engin nöfn í því sambandi.
Ég lét skrúðgöngu með orminn í farabroddi eiga sig og dreif mig heim.
Í gær fór ég á Vopnafjörð að heimsækja Laufey frænku - hún er 93 ára og er alveg ótrúleg manneskja. Hún er einhleyp og hefur alla tíð verið það. Hefur alveg þar til síðastliðið haust séð um sig sjálf og búið ein í sínu koti, Bjarmalandi. Í fyrrahaust datt hún og beinbrotnaði og var flutt á Vopnafjörð í framhaldi af því. Ég þekki enga mannveru sem er meiri karlremba en hún - hún veit ekki hvað þessar kerlingar halda að þær séu: Hún sagði m.a. að Stjáni (hver sem það nú er) hefði orðið svo lasinn núna í vikunni að hann hefði farið til læknis. Hann þyrfti samt örugglega að fara aftur til alvöru læknis því þessi stelputuðra væri náttúrulega enginn læknir !! Það var sem sagt einhver kona að leysa fastalækninn af í sumarfríi.
En hún er engu að síður skemmtileg, gamla frænka mín. Kaldhæðni er hennar aðalsmerki. Ég færði henni nokkrar myndir af börnum í fjölskyldunni, því ég veit að hún hefur mjög gaman af að skoða þær og sýna öðrum. En í gær sagði hún: Hvað á ég að gera með þetta? Fóðra kistuna mína að innan með þessu ? Ég svaraði henni bara í sömu mynt, hún gæti bara dundað sér við að troða þessu út um rifurnar á kistunni, sama væri mér ! Þar með vorum við komnar á beina braut í okkar spjalli.
Í dag er Hallormsstaðardagur Ormsteitis. Á dagskrá er hjólabátakeppni, skógarganga, keðjusagarblús, vísnatónleikar Aðalsteins Ásbergs og fjöldasöngur í Atlavík ásamt ýmsu fleiru. Veðrið er fínt og ekki ástæða til að ætla annað en þetta verði skemmtilegt.
