<$BlogRSDURL$>

ágúst 12, 2003

Vírusdagur !!
MS Blast ormurinn hefur tekið völdin - í bili - vonandi tekst mönnum smátt og smátt að loka á þennan óþverra.
Síminn hafði enn ekki lokað á þetta í sínum tengingum, síðast þegar ég vissi. Það þýðir væntanlega að allir sem tengjast Internetinu gegnum Símann Internet , eiga á hættu að fá þessa óværu inn á tölvurnar sínar.
Hver er svo sem búinn að sækja og keyra inn öryggisuppfærslu fyrir Windows?
Þeir eru alltaf að senda manni "You must update your Windows" en oftar en ekki eru þetta einhverjar viðbætur sem engin nauðsyn er á. Svo þegar koma svona dæmi, göt í örygginu, þá vilja þeir ekki segja frá því, það lítur svo illa út í augum heimins. EN, er ekki heimurinn að nota þetta verkfæri og kemst að þessu hvort sem er !!

Bill Gates er einu sinni enn búinn að eyðileggja fyrir mér daginn !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?