<$BlogRSDURL$>

september 14, 2003

Ég fór ferð númer tvö að tína hrútaber í dag. Það er svo skrýtið, að fara í berjamó, finna ekkert af viti fyrr en um það bil sem sá tími sem maður ætlaði að nota, er liðinn. Það gerir samt ekkert til þegar veðrið er eins og það var í dag, skógurinn yndislegur og félagsskapurinn góður. Nú er ég að hreinsa berin og bölva þeim af og til fyrir að vera af rósaætt og þess vegna með þyrna. Á morgun verður soðið og sultað og þegar líður á veturinn verður hrútaberjahlaupið borðað, vonandi með góðum osti og rauðvíni í góðra vina hópi. Ég hlakka til !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?