<$BlogRSDURL$>

október 10, 2003

Ég er búin að sitja við að forrita í gagnagrunninum í dag og í gær. Áðan stóð ég upp og var hársbreidd frá því að segja upp vinnunni, labba út og fá mér þægilega vinnu, þar sem ég þarf ekkert að hugsa frekar en ég vil. Svaf illa í nótt af því að ég var ekki búin að finna lausnina á vandamálinu þegar ég fór heim í gær.
Áðan fékk ég svo draslið til að virka og þvílíkt kikk sem það gefur þegar lausnin finnst allt í einu. Þá verða allar hugmyndir um "þægilega vinnu þar sem engrar hugsunar er þörf" að engu.
Ég er sem sagt búin að tengja saman nokkuð sem kallast ORACLE SPATIAL DATABASE og svo heimasmíðaða gagnagrunninn minn og get farið að skrá fullt af upplýsingum inn á reiti á kortum. Ekki neitt leiðinlegt við það !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?