október 16, 2003
Veðrið er frábært !
Ég kom út í morgun, snemma og þá var hitinn um 10 stig og logn. Gerist ekki betra á þessum tíma árs.
Ég keyri daglega 27 km hvora leið, til og frá vinnu. Mörgum þætti þessum tíma betur varið á annan hátt en mér finnst þesi tími góður a.m.k. þegar veður og færð er eins og núna. Bara það að hafa 20 mínútur - tvisvar á dag - aleinn með sjálfum sér (oftast nær) til að hugsa, er alveg frábært. Það hefur reyndar truflað mig aðeins undanfarið hvað umferðin hefur aukist síðan Kárahnjúkadæmið fór í gang.
Og lögreglan er að sniglast á þessari leið í tíma og ótíma. Tvisvar sinnum hafa þeir smellt á mig bláu ljósunum - létt viðvörun, kíktu á hraðamælinn - og ég sloppið með það. Mér hættir nefnilega til að keyra aðeins of hratt.
Ég kom út í morgun, snemma og þá var hitinn um 10 stig og logn. Gerist ekki betra á þessum tíma árs.
Ég keyri daglega 27 km hvora leið, til og frá vinnu. Mörgum þætti þessum tíma betur varið á annan hátt en mér finnst þesi tími góður a.m.k. þegar veður og færð er eins og núna. Bara það að hafa 20 mínútur - tvisvar á dag - aleinn með sjálfum sér (oftast nær) til að hugsa, er alveg frábært. Það hefur reyndar truflað mig aðeins undanfarið hvað umferðin hefur aukist síðan Kárahnjúkadæmið fór í gang.
Og lögreglan er að sniglast á þessari leið í tíma og ótíma. Tvisvar sinnum hafa þeir smellt á mig bláu ljósunum - létt viðvörun, kíktu á hraðamælinn - og ég sloppið með það. Mér hættir nefnilega til að keyra aðeins of hratt.