<$BlogRSDURL$>

nóvember 22, 2003

Var að lesa sögu um kött og mús hjá Gullu.
Mýs eru mörgum ákaflega ógeðfelldar og margar sögur til af slíku. Eitt sinn var maður, sem til skamms tíma var afkastamikill kartöflubóndi, við annan mann að sækja kartöflur sem geymdar voru í haug í garði alllangt frá bænum. Þeir höfðu farið á dráttarvél með vagn snemma um morguninn en þegar þeir voru ekki komnir heim um kaffi-leytið fór eiginkona hans að undrast um þá, hringdi og bað mig að keyra upp í garð og athuga málið. Ég fór þó ekkert, því hún hringdi aftur og sagði að þeir væru komnir. Ástæðan fyrir töfum þeirra voru mýsnar, sem höfðu komið sér þægilega fyrir í kartöfluhaugnum, en fældust út hver af annarri þegar farið var að eiga við hauginn. Og þar sem þeir voru báðir dauðhræddir við mýs, hlupu þeir burtu í hvert skipti sem sást músargrey, og biðu síðan þar til hún var komin í hæfilega fjarlægð.
Ég hefði viljað sjá þessar aðfarir !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?