<$BlogRSDURL$>

janúar 22, 2004

Við sátum í hádeginu og ræddum landsmálin - ég og vinnufélagar mínir. Meðal þess sem bar á góma voru Davíð og Jón Ásgeir, ferðamannaiðnaður og sumarhús, leikskólar og menningarmál og svo auðvitað Síminn og fjarskiptamálin. Eina niðurstaðan sem við náðum var: Við ætlum að kaupa Símann ! Fyrirtæki sem hefur efni á að eyða tugum og hundruðum milljóna í ímyndina, forstjóra á ofurlaunum eða fingralanga starfsmenn, hlýtur að vera gullnáma.
Verst að við höfum hvorki samböndin né peningana - en það er verið að vinna í því !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?