mars 30, 2004
Í dag er nákvæmlega ár síðan ég opnaði þessa síðu. Í gærkvöldi fletti ég upp nokkrum færslum - finnst svona í minningunni að fátt markvert hafi gerst. Komst að því að það er alger misskilningur, það er alltaf eitthvð að gerast. Líka merkilegt að þegar ég les færslurnar, man ég stundum við hvaða aðstæður ég skrifaði færslurnar, þó svo að ég hafi ekki nefnt það í færslunni sjálfri. Merkilegt hvernig mannshugurinn vinnur.