mars 21, 2004
Sigurlaug, systurdóttir mín, er skynsöm stúlka. Hún er að verða 6 ára núna í maí og er greinilega með athyglisgáfu og rökhugsun í góðu lagi. Í dag, þegar þær frænkur voru búnar að vera úti að leika sér dágóða stund og komu inn að fá sér að borða, datt upp úr þeirri stuttu: "Tóta, er nokkur Tarsan í þínum skógi ?" Mér skilst að hún hafi verið að horfa á einhverja mynd um Tarsan nýlega og fundist hann algert æði !
Ég sagði sem var að það væri enginn Tarsan í mínum skógi, nema ef vera skyldi bóndi minn. En það passar víst ekki því þá væri ég Jane, eða hvað !
Ég sagði sem var að það væri enginn Tarsan í mínum skógi, nema ef vera skyldi bóndi minn. En það passar víst ekki því þá væri ég Jane, eða hvað !
